Líklega sjór í vélarúminu Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. nóvember 2018 09:10 Flutningsskipið Fjordvik rakst í hafnargarðinn í Helguvík í nótt. Vísir/Einar Árnason „Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr skipinu," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. Fjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar flutningsskipið Fjordvik frá Álaborg rak upp í hafnargarðinn í Helguvík á innsiglingu í nótt. Mikill mannskapur var kallaður út þegar neyðarkall barst frá skipinu rétt fyrir klukkan eitt. Otti segir engin sjáanleg göt á skipinu. „En við erum vissir um að það sé kominn sjór í vélarúmið. Í nótt dóu allar vélar og það slökknuðu öll ljós um borð í skipinu sem gaf til kynna að það væri allavega kominn sjór í vélarúmið. Meira vitum við ekki," segir hann. „Við sjáum ekki neinn alvöru leka en það er olíulykt í kringum skipið og eitthvað grugg sem við áttum okkur ekki alveg á hvað er af því að það er svo mikið brim í kringum skipið og það er allt á fleygiferð." Vísir/Einar ÁrnasonAðgerðir eru nú í biðstöðu en varðskipið Týr er komið á svæðið. Fundur Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar og annarra hlutaðeigandi um framhaldið hófst klukkan átta. Viðbragðsaðilum á vettvangi hefur fækkað mikið en þegar mest lét í nótt voru um 80 til 100 manns á svæðinu. Uppfært kl. 10:28: Eins og staðan er á vettvangi er ekki talið forsvaranlegt að ráðast í aðgerðir að svo stöddu vegna slæmra veðuraðstæðna. Ákvörðun um næstu skref verður tekin síðar í dag. Samráðsfundur stendur nú yfir með fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar og almannavarna vegna strands flutningaskipsins Nordvik í Helguvík.Vísir/Einar ÁrnasonVísir/Einar Árnason Grindavík Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr skipinu," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. Fjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar flutningsskipið Fjordvik frá Álaborg rak upp í hafnargarðinn í Helguvík á innsiglingu í nótt. Mikill mannskapur var kallaður út þegar neyðarkall barst frá skipinu rétt fyrir klukkan eitt. Otti segir engin sjáanleg göt á skipinu. „En við erum vissir um að það sé kominn sjór í vélarúmið. Í nótt dóu allar vélar og það slökknuðu öll ljós um borð í skipinu sem gaf til kynna að það væri allavega kominn sjór í vélarúmið. Meira vitum við ekki," segir hann. „Við sjáum ekki neinn alvöru leka en það er olíulykt í kringum skipið og eitthvað grugg sem við áttum okkur ekki alveg á hvað er af því að það er svo mikið brim í kringum skipið og það er allt á fleygiferð." Vísir/Einar ÁrnasonAðgerðir eru nú í biðstöðu en varðskipið Týr er komið á svæðið. Fundur Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar og annarra hlutaðeigandi um framhaldið hófst klukkan átta. Viðbragðsaðilum á vettvangi hefur fækkað mikið en þegar mest lét í nótt voru um 80 til 100 manns á svæðinu. Uppfært kl. 10:28: Eins og staðan er á vettvangi er ekki talið forsvaranlegt að ráðast í aðgerðir að svo stöddu vegna slæmra veðuraðstæðna. Ákvörðun um næstu skref verður tekin síðar í dag. Samráðsfundur stendur nú yfir með fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar og almannavarna vegna strands flutningaskipsins Nordvik í Helguvík.Vísir/Einar ÁrnasonVísir/Einar Árnason
Grindavík Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15