Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. nóvember 2018 05:15 Mikill leki er komið að sementbirgðaskipinu Fjordvik sem rak upp í hafnargarðinn að Helguvíkurhöfn í nótt Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Töluverður leki er kominn að sementsflutningaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. Skipið lemur harkalega í varnargarðinn og hefur fréttastofan upplýsingar um að töluverður leki sé kominn að skipinu og fer bæði olía og sement í sjóinn.Rannsóknarnefnd samgönguslysa kölluð á vettvang Fulltrúar frá Umhverfisstofnun komu á vettvang skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt með flotgirðingu en freista á þess að leggja girðinguna út svo mengandi efni dreifist ekki frekar. Varðskipið Týr er svo væntanlegt á milli klukkan sjö og átta í fyrramálið með frekari mengunarvarnarbúnað.Umhverfisstofnun kemur á vettvang í nótt með mengunarvarnagirðingu sem setja á í sjóinnVisir/Jóhann K. JóhannssonFjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað úr skipinu um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var lent með þá í Helguvík þaðan sem þeir voru fluttir inn í Reykjanesbæ. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfesti að skýrslutaka yfir skipstjóra skipsins myndi fara fram hið fyrsta. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru einnig væntanlegir á vettvang nú í morgunsárið.Mikllll viðbúnaður er á vettvangi sem er lokaður fyrir umferðVísir/Jóhann K. JóhannssonEins og áður segir heitir skipið Fjordvik og er gert úr frá Bahamaeyjum. Skipið er sérhannað sementsflutningaskip og Helguvíkurhöfn er eina höfn landsins þar sem hægt er að taka á móti sementi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ellefu Pólverjar og þrír Filippseyingar í áhöfn skipsins.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/EinarAðstæður erfiðar - Líklegt að stýrisbúnaður hafi bilað Aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Mikið hvassviðri og lemur sjórinn á skipsskrokknum. Kartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ skoðaði aðstæður á vettvangi í nótt og sagði hann að fyrir öllu væri að áhöfn og hafnsögumanni hafi verið bjargað. Sveitarfélagið muni svo koma til með að aðstoða með hreinsun og björgun á vettvangi. Hann sagði að skipið væri ekki fast í hafnargarðinum en að skipið lemjist harkalega í grjótið í ölduganginum. Hann telur líklegt að bilun hafi komið upp í stýrisbúnaði sem varð til þess að skipið rak á hafnargarðinn í innsiglingunni.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira