Rannsóknarnefnd segir vafasamt að upphefja ofhleðslu báta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Þa ðer ekki að sjá að þessir bátar á Húsavík sé ofhlaðnir. Vísir/getty Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðist vera allt of algeng. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja slíka háttsemi sem hetjudáð eða afrek. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar í kjölfar athugunar á atviki sem varðar bátinn Vin SH34. Í febrúar 2016 landaði báturinn, sem hafði verið á línu, í Grundarfirði átta tonnum af afla og var „birt opinber frétt um það sem ákveðið afrek“. Á fundi nefndarinnar fyrir tveimur árum var rætt um ofhleðslu báta og tekin ákvörðun um að taka málið til skoðunar þar sem stöðugleikagögn um bátinn bentu til að um mjög varhugaverða ofhleðslu hefði verið að ræða. Samkvæmt tölum um löndun fyrir bátinn þennan dag reyndust átta tonn af afla vera um borð, sex tonn í lest bátsins og tvö tonn á þilfari hans. Umframþungi reyndist vera tæp fjögur tonn miðað við skráningu. Báturinn hafði hins vegar verið lengdur árið 2010 án þess að Siglingastofnun hefði krafist nýrra stöðugleikaútreikninga. Ný hallaprófun leiddi í ljós að yfirhleðsla í þetta skipti var 5.490 kíló. „RNSA telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð sem „sjóatvik“ eins og þau eru skilgreind í lögum […] Háttsemin stofnaði í hættu öryggi skipsins og áhafnar,“ segir í skýrslunni. „Nefndin hvetur skipstjórnendur til að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Sjávarútvegur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira
Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðist vera allt of algeng. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja slíka háttsemi sem hetjudáð eða afrek. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar í kjölfar athugunar á atviki sem varðar bátinn Vin SH34. Í febrúar 2016 landaði báturinn, sem hafði verið á línu, í Grundarfirði átta tonnum af afla og var „birt opinber frétt um það sem ákveðið afrek“. Á fundi nefndarinnar fyrir tveimur árum var rætt um ofhleðslu báta og tekin ákvörðun um að taka málið til skoðunar þar sem stöðugleikagögn um bátinn bentu til að um mjög varhugaverða ofhleðslu hefði verið að ræða. Samkvæmt tölum um löndun fyrir bátinn þennan dag reyndust átta tonn af afla vera um borð, sex tonn í lest bátsins og tvö tonn á þilfari hans. Umframþungi reyndist vera tæp fjögur tonn miðað við skráningu. Báturinn hafði hins vegar verið lengdur árið 2010 án þess að Siglingastofnun hefði krafist nýrra stöðugleikaútreikninga. Ný hallaprófun leiddi í ljós að yfirhleðsla í þetta skipti var 5.490 kíló. „RNSA telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð sem „sjóatvik“ eins og þau eru skilgreind í lögum […] Háttsemin stofnaði í hættu öryggi skipsins og áhafnar,“ segir í skýrslunni. „Nefndin hvetur skipstjórnendur til að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Sjávarútvegur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Sjá meira