Eitraðir málmar finnast í rafrettum Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 10:35 Rannsakendur gerðu prófanir á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum. Vísir/getty Nýleg rannsókn á rafrettum sýnir að eitraðir málmar leynist í rafrettuvökva í tönkum þeirra. Þá sýnir hún einnig að í gufunni sem notandinn andar frá sér er einnig að finna slíka málma. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísindamönnum John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum, var birt í vísindaritinu Environmental Health Perspectives. Í rafrettum er vökvinn hitaður með brennurum, eða keflum, sem eru gerðir úr málmum. Vísindamennirnir tóku sýni úr þremur hlutum rafretta; vökvanum sjálfum, vökvanum innan úr tankinum á rafrettunni og gufunni sem kemur úr henni. Rannsókn þeirra snerist að því hvort brennarinn innan í rafrettunni, sem notaður er til að hita vökvann, myndi búa til eitraðan málm.Tenging á milli eitraðra málma og sjúkdóma Prófanir voru gerðar á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum og í yfir helmingi þeirra fannst króm, nikkel, mangan og blý. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eitruðu málmarnir smitist frá brennurum rafrettanna og þá er einnig að finna í gufunni sem notendur rafrettanna anda að sér. „Það er mikilvægt að matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), rafrettu fyrirtækin og notendurnir sjálfir viti að brennararnir, eins og þeir eru gerðir í dag, virðast vera að smita frá sér eitruðum málmum - sem fara svo í gufuna sem notendur anda að sér,“ sagði Ana María Rule, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar í tilkynningu frá John Hopkins háskólanum. Samkvæmt rannsókninni hefur verið sýnt fram á tengingu á milli króms og nikkels og öndunarfærasjúkdóma og lungnakrabbameins. Allir þessir málmar eru eitraðir þegar þeim er andað að sér. Þá getur blý valdið hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni fannst einnig arsenik í yfir tíu prósentum rafrettanna sem prófaðar voru, bæði í vökvanum sjálfum og í gufunni sem andað er að sér í gegnum rettuna.Rannsóknina í heild sinni má skoða hér. Tengdar fréttir Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Nýleg rannsókn á rafrettum sýnir að eitraðir málmar leynist í rafrettuvökva í tönkum þeirra. Þá sýnir hún einnig að í gufunni sem notandinn andar frá sér er einnig að finna slíka málma. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísindamönnum John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum, var birt í vísindaritinu Environmental Health Perspectives. Í rafrettum er vökvinn hitaður með brennurum, eða keflum, sem eru gerðir úr málmum. Vísindamennirnir tóku sýni úr þremur hlutum rafretta; vökvanum sjálfum, vökvanum innan úr tankinum á rafrettunni og gufunni sem kemur úr henni. Rannsókn þeirra snerist að því hvort brennarinn innan í rafrettunni, sem notaður er til að hita vökvann, myndi búa til eitraðan málm.Tenging á milli eitraðra málma og sjúkdóma Prófanir voru gerðar á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum og í yfir helmingi þeirra fannst króm, nikkel, mangan og blý. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eitruðu málmarnir smitist frá brennurum rafrettanna og þá er einnig að finna í gufunni sem notendur rafrettanna anda að sér. „Það er mikilvægt að matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), rafrettu fyrirtækin og notendurnir sjálfir viti að brennararnir, eins og þeir eru gerðir í dag, virðast vera að smita frá sér eitruðum málmum - sem fara svo í gufuna sem notendur anda að sér,“ sagði Ana María Rule, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar í tilkynningu frá John Hopkins háskólanum. Samkvæmt rannsókninni hefur verið sýnt fram á tengingu á milli króms og nikkels og öndunarfærasjúkdóma og lungnakrabbameins. Allir þessir málmar eru eitraðir þegar þeim er andað að sér. Þá getur blý valdið hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni fannst einnig arsenik í yfir tíu prósentum rafrettanna sem prófaðar voru, bæði í vökvanum sjálfum og í gufunni sem andað er að sér í gegnum rettuna.Rannsóknina í heild sinni má skoða hér.
Tengdar fréttir Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00
Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08
Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent