Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Útskrifaðir kennarar hafa rætt um það að eftir fimm ára nám hafi þeir ekki fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Launað vettvangsnám væri hugsanlega leið til að bregðast við því. Vísir/vilhelm „Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
„Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17