Heimir um meiðsli Gylfa: „Kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson ætti að vera klár fyrir HM. Sem betur fer. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30