Nýr leiktími í Meistaradeildinni á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 14:00 Sergio Ramos hefur lyft þessum bikar tvö ár í röð. Vísir/Getty Aðdáendur Meistaradeildarinnar í fótbolta fá tækifæri til að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu á næsta tímabili. Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest og gefið formlega út breytingar á Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2018-19. Nú er fjórða skiptingin leyfð í framlengingum og þá mega félögin einnig taka inn þrjá nýja leikmenn í leikmannahópa sína eftir riðlakeppnina. Félögin mega ennfremur hafa 23 leikmenn á skýrslu í úrslitaleikjunum hvort sem þeir eru í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og UEFA Super bikarnum.From next season, there will be some important changes to @ChampionsLeague, @EuropaLeague & #SuperCup regulations: 4th substitute Expanded squads for finals New kick-off times Player registration Read more https://t.co/9PjPXH6Ics — UEFA (@UEFA) March 27, 2018 Ástæðan fyrir því að hægt verður að sjá fleiri leiki í beinni næsta vetur er að nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi svipað og hefur verið í Evrópudeildinni undanfarin tímabil. Leikirnir í Meistaradeildinni hafa alltaf farið fram klukkan 20.45 (18.45 á Íslandi á meðan sumartími er í gangi en annars klukkan 19.45) á þriðju- og miðvikudögum en svo verður ekki lengur. Nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi því leikirnir munu bæði fara fram klukkan 18.55 og klukkan 21.00. Tveir leikir á hvoru kvöldi munu nú hefjast fimm mínútur í sjö á evrópskum tíma en allir hinir leikirnir byrja klukkan átta að evrópskum tíma. Stöð 2 Sport er nýbúið að framlengja samninga um sjónvarpsrétt Meistaradeildarinnar og heldur því áfram að sýna beint frá Meistaradeildinni á komandi tímabili. Fyrst er þó æsispennandi endasprettur á Meistaradeildinni í ár en átta liða úrslitin hefjast í næstu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Aðdáendur Meistaradeildarinnar í fótbolta fá tækifæri til að sjá fleiri leiki í beinni útsendingu á næsta tímabili. Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú staðfest og gefið formlega út breytingar á Meistaradeildinni fyrir tímabilið 2018-19. Nú er fjórða skiptingin leyfð í framlengingum og þá mega félögin einnig taka inn þrjá nýja leikmenn í leikmannahópa sína eftir riðlakeppnina. Félögin mega ennfremur hafa 23 leikmenn á skýrslu í úrslitaleikjunum hvort sem þeir eru í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og UEFA Super bikarnum.From next season, there will be some important changes to @ChampionsLeague, @EuropaLeague & #SuperCup regulations: 4th substitute Expanded squads for finals New kick-off times Player registration Read more https://t.co/9PjPXH6Ics — UEFA (@UEFA) March 27, 2018 Ástæðan fyrir því að hægt verður að sjá fleiri leiki í beinni næsta vetur er að nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi svipað og hefur verið í Evrópudeildinni undanfarin tímabil. Leikirnir í Meistaradeildinni hafa alltaf farið fram klukkan 20.45 (18.45 á Íslandi á meðan sumartími er í gangi en annars klukkan 19.45) á þriðju- og miðvikudögum en svo verður ekki lengur. Nú verða tveir leiktímar á hverju kvöldi því leikirnir munu bæði fara fram klukkan 18.55 og klukkan 21.00. Tveir leikir á hvoru kvöldi munu nú hefjast fimm mínútur í sjö á evrópskum tíma en allir hinir leikirnir byrja klukkan átta að evrópskum tíma. Stöð 2 Sport er nýbúið að framlengja samninga um sjónvarpsrétt Meistaradeildarinnar og heldur því áfram að sýna beint frá Meistaradeildinni á komandi tímabili. Fyrst er þó æsispennandi endasprettur á Meistaradeildinni í ár en átta liða úrslitin hefjast í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira