Sjötíu ár frá fyrsta sigri landsliðsins í knattspyrnu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2018 06:00 Frá æfingu Austur-Þýslands á Melavellinum árið 1961 sem var lengi vel þjóðarleikvangur Íslands. LJÓSMYNDASAFNREYKJAVÍKUR Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Í dag eru 70 ár liðin frá því að Ísland vann í fyrsta sinn landsleik í knattspyrnu. Mótherjinn var Finnland, leikvangurinn var Melavöllurinn sálugi og skoraði goðsögnin Ríkharður Jónsson bæði mörk í Íslands í 2-0 sigri. „Þegar landsliðsleikurinn milli Finna og Íslendinga hófst í gærkvöldi var strekkingskaldi á vestan og veittist leikmönnum erfitt að hemja knöttinn af þeirri ástæðu,“ sagði í umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn. Var þar haft á orði að finnska landsliðið væri ekki eins sterkt og þau landslið sem höfðu sótt Ísland heim áður. Vald þeirra á knettinum væri minna en frískir voru þeir og „snarir í snúningum“. Leikurinn var markalaus þar til sex mínútur lifðu leiks. Þá skoraði Ríkharður Jónsson með óverjandi skoti eftir fast leikatriði. Um fjórum mínútum síðar innsiglaði hann sigurinn en knötturinn hafði viðkomu í varnarmanni Finna á leið í netið. Markið er þrátt fyrir það eignað Ríkharði á heimasíðu KSÍ. „Það hefur gríðarlega margt gerst og við farið langan veg í þessum efnum. Við getum rétt ímyndað okkur aðstöðumuninn þá og nú,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Formaðurinn er um þessar mundir í Rússlandi en hann var fulltrúi UEFA í aganefnd FIFA á leik Rússlands og Spánar á HM í gær.Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands og spilaði sjálfur ófáa landsleiki fyrir hönd Íslands við góðan orðstír.knattspyrnusamband íslandsÁ árdögum knattspyrnunnar hér á landi fóru margir leikir fram á malarvöllum en aðstaðan hefur batnað jafnt og þétt. Með batnandi aðstöðu hefur fagmennska í kringum þjálfun, allt frá barnastarfi og upp í meistaraflokk, aukist líka. Sem alþjóð er kunnugt hefur það skilað sér í gríðargóðum árangri landsliða Íslands undanfarin ár. „Við vorum með ágætis landslið hér á árum áður en stöðugleikinn var ekki til staðar. Undanfarin ár höfum við ávallt verið í baráttu um að komast á stórmót og ratað inn á nokkur slík. Þar viljum við vera,“ segir Guðni. Frá því 1946 hefur landslið karla leikið 471 leik. 136 þeirra hafa unnist, tæpur fimmtungur endað með jafntefli en ríflega helmingur tapast. Markatalan er neikvæð upp á 250 mörk. „Verkefni okkar hreyfingar er að horfa til þess hvernig við getum haldið áfram þessari jákvæðu þróun með landsliðunum okkar. Árangur þeirra er gríðarlega hvetjandi fyrir yngri flokkana og við stuðningsmenn höfum gaman af því. Þetta byrjar allt í grasrótinni og við megum aldrei gleyma því að hlúa vel að yngstu iðkendunum,“ segir Guðni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira