Spennandi hugsun að geta tryggt sætið Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 08:15 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spennt fyrir leikinn. Vísir Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Rétt fyrir klukkan 15.00 í dag mun Sara Björk Gunnarsdóttir leiða lið sitt inn á fullan Laugardalsvöll þar sem andstæðingarnir verða Þjóðverjar. Leikurinn er liður í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna, en þegar tveir leikir eru eftir er Ísland á toppi riðilsins með eins stigs forskot á þýska liðið. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint í lokakeppnina og annað sætið gæti veitt þátttökurétt í umspili. Af þeim sökum er mikið í húfi. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum liðsins fyrir leiknum og mér finnst einbeitingin og líkamlegt og andlegt ástand vera í fullkomnu standi. Það hefur verið ró yfir mannskapnum í undirbúningnum og leikmenn hlakkar til leiksins frekar en að vera stressaðir fyrir honum. Við gerum okkur klárlega grein fyrir því að þetta verður erfður leikur, en við förum í hann til þess að ná í stigin þrjú og tryggja sætið í lokakeppni HM,“ sagði Sara Björk á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Ég er búin að ná mér að fullu af þeim meiðslum sem ég varð fyrir síðastliðið vor og ég er fullkomlega klár í slaginn. Ég hef æft einkar vel í sumar og undirbúningstímabil í Þýskalandi eru þannig að leikmenn komast í gott hlaupaform. Þar af leiðandi er ég reiðubúin í að leika heilan leik á þessu getustigi á fullu tempói. Aðrir leikmenn liðsins eru einnig í góðu formi og við munum leggja allt sem við eigum í leikinn,“ sagði hún um stöðuna á sér og samherjum sínum. „Það verður gaman að etja kappi við samherja mína hjá Wolfsburg, en þessi leikur hefur ekki verið mikið ræddur í aðdraganda leiksins. Það var ekki mikil stemming hjá þeim fyrir því að ræða fyrri leikinn og að þessu sinni er þegjandi samkomulag um að láta bara verkin tala inni á vellinum. Það kitlar mjög að fara með sigur af hólmi, tryggja farseðilinn til Frakklands og skilja þær eftir. Vonandi gengur það eftir og ég held áfram að hafa montréttinn,“ sagði miðvallarleikmaðurinn öflugi um andstæðinga dagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45 Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45 Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Katrín Jónsdóttir hefur verið óvinnufær í vikunni sökum spennu fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi sem fram á Laugardalsvellinum í dag. 1. september 2018 07:45
Stefnum á að klára þetta með sigri í dag Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir dagsskipunina að fara með sigur af hólmi og geirnegla sætið í lokakeppni HM. Freyr segir leikmenn sína hafa góða reynslu af stórum verkefnum og höndli þá pressu sem hvílir á liðinu. 1. september 2018 07:45
Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hættuna á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. 1. september 2018 07:15