Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2018 23:15 Árásin var gerð á rútu á markaði í norðurhluta Saada-héraðs í Jemen. Vísir/Getty Hernaðarbandalagið undir forystu Sádi-Araba kveðst harma „mistök“ sem hafi verið gerð í loftárás þess á rútu í Saada-héraði í Jemen þann 9. ágúst síðastliðinn. Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni og var hún víða fordæmd. Rútan sem skotið var á var staðsett á markaði í norðurhluta héraðsins. Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingu frá bandalaginu, sem birt var í dag, komi fram að þeir sem hafi staðið fyrir árásinni yrðu dregnir til ábyrgðar. Mansour al-Mansour, hershöfðingi sem fer fyrir eigin rannsóknarteymis bandalagsins, segir að árásin hafi beinst gegn einum leiðtoga uppreisnarhóps Húta. Rannsókn herja bandalagsríkjanna hafi komist að því að leiðtogar og vígamenn Húta hafi verið í umræddri rútu og því hafi verið um lögmætt skotmark að ræða. Sú staðreynd að árásin hafi átt sér stað á umræddum stað hafi hins vegar haft í för með sér þetta manntjón. Segir í yfirlýsingunni að stjórn herja bandalagsríkjanna harmi þau mistök og votti aðstandendum fórnarlamba virðingu sína. Samráð verði haft við ríkisstjórn Jemen um bætur til aðstandenda, auk þess að reglur yrðu endurskoðaðar.Hafna niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna Bandalagsríkin segja í yfirlýsingunni að árásir þeirra beinist aldrei vísvitandi að óbreyttum borgurum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar sakað Sáda og bandalagsríki þeirra um að beina árásum sínum að mörkuðum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðahverfum. Fyrr í vikunni höfnuðu bandalagsríkin niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem sagði að deiluaðilar í Jemen hafi allir gerst sekir um stríðsglæpi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10 þúsund manns hafi látið lífið í stríðsátökum í landinu frá árinu 2015. Tengdar fréttir Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Hernaðarbandalagið undir forystu Sádi-Araba kveðst harma „mistök“ sem hafi verið gerð í loftárás þess á rútu í Saada-héraði í Jemen þann 9. ágúst síðastliðinn. Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni og var hún víða fordæmd. Rútan sem skotið var á var staðsett á markaði í norðurhluta héraðsins. Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingu frá bandalaginu, sem birt var í dag, komi fram að þeir sem hafi staðið fyrir árásinni yrðu dregnir til ábyrgðar. Mansour al-Mansour, hershöfðingi sem fer fyrir eigin rannsóknarteymis bandalagsins, segir að árásin hafi beinst gegn einum leiðtoga uppreisnarhóps Húta. Rannsókn herja bandalagsríkjanna hafi komist að því að leiðtogar og vígamenn Húta hafi verið í umræddri rútu og því hafi verið um lögmætt skotmark að ræða. Sú staðreynd að árásin hafi átt sér stað á umræddum stað hafi hins vegar haft í för með sér þetta manntjón. Segir í yfirlýsingunni að stjórn herja bandalagsríkjanna harmi þau mistök og votti aðstandendum fórnarlamba virðingu sína. Samráð verði haft við ríkisstjórn Jemen um bætur til aðstandenda, auk þess að reglur yrðu endurskoðaðar.Hafna niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna Bandalagsríkin segja í yfirlýsingunni að árásir þeirra beinist aldrei vísvitandi að óbreyttum borgurum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar sakað Sáda og bandalagsríki þeirra um að beina árásum sínum að mörkuðum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðahverfum. Fyrr í vikunni höfnuðu bandalagsríkin niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem sagði að deiluaðilar í Jemen hafi allir gerst sekir um stríðsglæpi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10 þúsund manns hafi látið lífið í stríðsátökum í landinu frá árinu 2015.
Tengdar fréttir Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30
Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00