Orri Páll telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2018 23:26 Orri Páll Dýrason telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt en ásakanir bandarískrar listakonu, Meagan Boyd þess efnis að hann hafi nauðgað sér árið 2013 hafa vakið heimsathygli.Vísir greindi frá því frá því fyrr í kvöld að lögmaður Orra Páls hafi haft samband við ritstjóra Stundarinnar, þau Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, með það fyrir augum að stöðva fyrirhugaða umfjöllun um málið í blaði sem kemur út á morgun. Þar er rætt við Boyd auk tveggja vinkvenna hennar sem telja sig geta staðfest ásakanir hennar. Orra Páli var gefinn kostur á að bregðast við en það gerði hann með því að fá lögmann sinn til að leitast við að stöðva umfjöllunina.Lögmaður Orra Páls sérfróður um fjölmiðla Vísir ræddi við Jón Trausta nú í kvöld og hann taldi kröfuna undarlega, meðal annars í ljósi þess að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað um málið auk fjölmargra miðla erlendis. Það vekur athygli að lögmaður Orra Páls Dýrasonar er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Gunnar Ingi hefur hefur verið lögmaður blaðamanna og unnið sigra sem slíkur.Gunnar Ingi. Fáir ef nokkrir lögmenn þekkja betur stöðu blaðamanna en einmitt hann.Þannig var hann verjandi Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur sem unnu mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum,“ sagði Gunnar Ingi þá. Þá hefur Gunnar Ingi varði fleiri blaðamenn, svo sem Atla Má Gylfason í frægu máli en í tengslum við það sagði Gunnar Ingi í samtali við Vísi að „Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ítrekað staðið vörð um þann rétt blaðamanna, að taka á móti upplýsingum og miðla þeim.“Segir frásögn Boyd ekki standast Í bréfi hans, sem Vísir hefur undir höndum segir meðal annars að umbjóðandi hans, Orri Páll, telji sig geta „sýnt fram á að frásögn hennar [Meagan Boyd] geti ekki staðist. Umbj. minn vinnur að því að fá sig hreinsaðan af þessum ásökunum, en hafi í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðla.“ Í bréfinu segir jafnframt: „Með bréfi þessu er farið fram á að Útgáfufélagið Stundin ehf. birti ekki frekari umfjallanir um ásakanir konunnar í garð umbj. míns, sérstaklega meðan enn hafa engar sönnur verið færðar fyrir þeim og viðeigandi yfirvöld ekki tekið þær til skoðunar. Tilgangur umfjöllunar Stundarinnar nú getur varla verið annar en sá, að breiða frekar út hinar alvarlegu fullyrðingar og auka lestur tíaritsins á kostnað mikilvægra hagsmuna umbj. míns.“ Þá segir í bréfi Gunnars Inga að Orri Páll áskilji sér allan rétt gagnvart Stundinni ef téð umfjöllun verður birt. Frekari umfjöllun um hann sé freklegt brot á friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, ekki síst barna hans; „hann á rétt á að njóta friðar um og umfjöllun í samhengi sem hann kærir sig ekki um.“ Tengdar fréttir Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Orri Páll Dýrason telur sig geta sýnt fram á sakleysi sitt en ásakanir bandarískrar listakonu, Meagan Boyd þess efnis að hann hafi nauðgað sér árið 2013 hafa vakið heimsathygli.Vísir greindi frá því frá því fyrr í kvöld að lögmaður Orra Páls hafi haft samband við ritstjóra Stundarinnar, þau Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, með það fyrir augum að stöðva fyrirhugaða umfjöllun um málið í blaði sem kemur út á morgun. Þar er rætt við Boyd auk tveggja vinkvenna hennar sem telja sig geta staðfest ásakanir hennar. Orra Páli var gefinn kostur á að bregðast við en það gerði hann með því að fá lögmann sinn til að leitast við að stöðva umfjöllunina.Lögmaður Orra Páls sérfróður um fjölmiðla Vísir ræddi við Jón Trausta nú í kvöld og hann taldi kröfuna undarlega, meðal annars í ljósi þess að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi hafa fjallað um málið auk fjölmargra miðla erlendis. Það vekur athygli að lögmaður Orra Páls Dýrasonar er Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Gunnar Ingi hefur hefur verið lögmaður blaðamanna og unnið sigra sem slíkur.Gunnar Ingi. Fáir ef nokkrir lögmenn þekkja betur stöðu blaðamanna en einmitt hann.Þannig var hann verjandi Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur sem unnu mál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. „Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum,“ sagði Gunnar Ingi þá. Þá hefur Gunnar Ingi varði fleiri blaðamenn, svo sem Atla Má Gylfason í frægu máli en í tengslum við það sagði Gunnar Ingi í samtali við Vísi að „Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ítrekað staðið vörð um þann rétt blaðamanna, að taka á móti upplýsingum og miðla þeim.“Segir frásögn Boyd ekki standast Í bréfi hans, sem Vísir hefur undir höndum segir meðal annars að umbjóðandi hans, Orri Páll, telji sig geta „sýnt fram á að frásögn hennar [Meagan Boyd] geti ekki staðist. Umbj. minn vinnur að því að fá sig hreinsaðan af þessum ásökunum, en hafi í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðla.“ Í bréfinu segir jafnframt: „Með bréfi þessu er farið fram á að Útgáfufélagið Stundin ehf. birti ekki frekari umfjallanir um ásakanir konunnar í garð umbj. míns, sérstaklega meðan enn hafa engar sönnur verið færðar fyrir þeim og viðeigandi yfirvöld ekki tekið þær til skoðunar. Tilgangur umfjöllunar Stundarinnar nú getur varla verið annar en sá, að breiða frekar út hinar alvarlegu fullyrðingar og auka lestur tíaritsins á kostnað mikilvægra hagsmuna umbj. míns.“ Þá segir í bréfi Gunnars Inga að Orri Páll áskilji sér allan rétt gagnvart Stundinni ef téð umfjöllun verður birt. Frekari umfjöllun um hann sé freklegt brot á friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, ekki síst barna hans; „hann á rétt á að njóta friðar um og umfjöllun í samhengi sem hann kærir sig ekki um.“
Tengdar fréttir Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. 11. október 2018 21:24
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55