„Stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2012 09:58 Björk og Erla á góðri stundu. Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum, segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður blaðmannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim þegar þær voru dæmdar í héraði og í Hæstarétti til þess að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna. Hérna á Íslandi var dómurinn í máli Bjarkar, svokallaður Vikudómur, fordæmisgefandi í nokkrum málum. „Hann setti fordæmi sem við töldum mjög varhugavert og gæti varla staðist gagnvart tjáningarfrelsisákvæðum Mannréttindasáttmálans enda er miðlun upplýsinga réttur sem er sérstaklega varinn í Mannréttindasáttmálanum og það má ekki gleyma því að hann hefur lagagildi hér á Íslandi eins og önnur lög," segir Gunnar Ingi. Núna sé orðið ljóst að það að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sé óréttmæt takmörkun á tjáningarfrelsi blaðamanna. Gunnar Ingi segist ekki hafa skoðað hvort ástæða sé til að óska eftir að málin verði endurupptekin hér á landi. Þá segir Gunnar Ingi að fébæturnar sem blaðamönnunum hafi verið dæmdar séu ásættanlegar, þó þær hafi ekki verið í samræmi við kröfugerð. „Í raun og veru gerðist það í báðum þessum málum að blaðamönnum var gert að afhenda aleigu sína fyrir móðgandi ummæli. Við vorum náttúrlega að vonast til að fá bætur upp í það, þó íslenska ríkið hafi mótmælt því í sinni greinargerð að þær ættu að fá slíkar bætur. Og svo auðvitað einhvern miska sem þær hefðu hlotið og upp í rekstur málanna," segir Gunnar Ingi. Tengdar fréttir Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum, segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður blaðmannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim þegar þær voru dæmdar í héraði og í Hæstarétti til þess að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna. Hérna á Íslandi var dómurinn í máli Bjarkar, svokallaður Vikudómur, fordæmisgefandi í nokkrum málum. „Hann setti fordæmi sem við töldum mjög varhugavert og gæti varla staðist gagnvart tjáningarfrelsisákvæðum Mannréttindasáttmálans enda er miðlun upplýsinga réttur sem er sérstaklega varinn í Mannréttindasáttmálanum og það má ekki gleyma því að hann hefur lagagildi hér á Íslandi eins og önnur lög," segir Gunnar Ingi. Núna sé orðið ljóst að það að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sé óréttmæt takmörkun á tjáningarfrelsi blaðamanna. Gunnar Ingi segist ekki hafa skoðað hvort ástæða sé til að óska eftir að málin verði endurupptekin hér á landi. Þá segir Gunnar Ingi að fébæturnar sem blaðamönnunum hafi verið dæmdar séu ásættanlegar, þó þær hafi ekki verið í samræmi við kröfugerð. „Í raun og veru gerðist það í báðum þessum málum að blaðamönnum var gert að afhenda aleigu sína fyrir móðgandi ummæli. Við vorum náttúrlega að vonast til að fá bætur upp í það, þó íslenska ríkið hafi mótmælt því í sinni greinargerð að þær ættu að fá slíkar bætur. Og svo auðvitað einhvern miska sem þær hefðu hlotið og upp í rekstur málanna," segir Gunnar Ingi.
Tengdar fréttir Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38