„Stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júlí 2012 09:58 Björk og Erla á góðri stundu. Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum, segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður blaðmannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim þegar þær voru dæmdar í héraði og í Hæstarétti til þess að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna. Hérna á Íslandi var dómurinn í máli Bjarkar, svokallaður Vikudómur, fordæmisgefandi í nokkrum málum. „Hann setti fordæmi sem við töldum mjög varhugavert og gæti varla staðist gagnvart tjáningarfrelsisákvæðum Mannréttindasáttmálans enda er miðlun upplýsinga réttur sem er sérstaklega varinn í Mannréttindasáttmálanum og það má ekki gleyma því að hann hefur lagagildi hér á Íslandi eins og önnur lög," segir Gunnar Ingi. Núna sé orðið ljóst að það að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sé óréttmæt takmörkun á tjáningarfrelsi blaðamanna. Gunnar Ingi segist ekki hafa skoðað hvort ástæða sé til að óska eftir að málin verði endurupptekin hér á landi. Þá segir Gunnar Ingi að fébæturnar sem blaðamönnunum hafi verið dæmdar séu ásættanlegar, þó þær hafi ekki verið í samræmi við kröfugerð. „Í raun og veru gerðist það í báðum þessum málum að blaðamönnum var gert að afhenda aleigu sína fyrir móðgandi ummæli. Við vorum náttúrlega að vonast til að fá bætur upp í það, þó íslenska ríkið hafi mótmælt því í sinni greinargerð að þær ættu að fá slíkar bætur. Og svo auðvitað einhvern miska sem þær hefðu hlotið og upp í rekstur málanna," segir Gunnar Ingi. Tengdar fréttir Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum, segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður blaðmannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim þegar þær voru dæmdar í héraði og í Hæstarétti til þess að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna. Hérna á Íslandi var dómurinn í máli Bjarkar, svokallaður Vikudómur, fordæmisgefandi í nokkrum málum. „Hann setti fordæmi sem við töldum mjög varhugavert og gæti varla staðist gagnvart tjáningarfrelsisákvæðum Mannréttindasáttmálans enda er miðlun upplýsinga réttur sem er sérstaklega varinn í Mannréttindasáttmálanum og það má ekki gleyma því að hann hefur lagagildi hér á Íslandi eins og önnur lög," segir Gunnar Ingi. Núna sé orðið ljóst að það að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sé óréttmæt takmörkun á tjáningarfrelsi blaðamanna. Gunnar Ingi segist ekki hafa skoðað hvort ástæða sé til að óska eftir að málin verði endurupptekin hér á landi. Þá segir Gunnar Ingi að fébæturnar sem blaðamönnunum hafi verið dæmdar séu ásættanlegar, þó þær hafi ekki verið í samræmi við kröfugerð. „Í raun og veru gerðist það í báðum þessum málum að blaðamönnum var gert að afhenda aleigu sína fyrir móðgandi ummæli. Við vorum náttúrlega að vonast til að fá bætur upp í það, þó íslenska ríkið hafi mótmælt því í sinni greinargerð að þær ættu að fá slíkar bætur. Og svo auðvitað einhvern miska sem þær hefðu hlotið og upp í rekstur málanna," segir Gunnar Ingi.
Tengdar fréttir Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Erla og Björk unnu báðar mál sín hjá Mannréttindadómstólnum Erla Hlynsdóttir fréttamaður á Stöð 2 og Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt unnu báðar dómsmál sín gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. 10. júlí 2012 08:38