Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar um skipan Arnfríðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 21:15 Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið. Dómsmálaráðuneytið Ríkissaksóknari segir að það sé mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort skipan Arnfríðar Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt, nýs dómsstigs, hafi verið samkvæmt lögum. RÚV sagði fyrst frá þessu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki sæti sem dómari vegna vanhæfis. Hún var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar. Það var síðan þann 22. febrúar síðastliðinn sem úrskurður Landsréttar var kveðinn upp í málinu og niðurstaða sú að Arnfríði bæri ekki að víkja sæti. Það var Arnfríður sjálf, auk tveggja dómara; Jóhannesar Sigurðssonar og Þorgeirs Inga Njálssonar,sem kvað upp úrskurðinn.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður, lagði fram kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir, nýskipaður dómari við Landsrétt, myndi víkja sæti.Vísir/GVAMeð kröfu Vilhjálms lætur hann reyna á gildi þeirra dóma sem kveðnir eru upp af dómurum sem ekki eru á meðal þeirra umsækjenda sem hæfisnefnd telur hæfasta til starfsins í aðdraganda skipunar dómara við Landsrétt. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipunin hafi verið ólögmæt. Eftir niðurstöðu Landsréttar sótti Vilhjálmur um áfrýjunarleyfi vegna dómsmálsins til Hæstaréttar. Að því er fram kemur í frétt RÚV hefur Jón H. B. Snorrason, saksóknari í máli skjólstæðings Vilhjálms, sent Hæstarétti umsögn þar sem fram kemur að ríkissaksóknari sé þeirrar skoðunar að „mjög mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um það álitaefni sem ákærði fjallar um til rökstuðnings kröfu sinni um ómerkingu dóms Landsréttar, og að rök standi því til að að heimila ákærða að áfrýja dómi Landsréttar í málinu,“ segir Jón um það hvort Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið og taki afstöðu um skipan Arnfríðar. Skjólstæðingur Vilhjálms var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot og brot á reynslulausn. Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Úrskurður í dag um vanhæfi Arnfríðar Úrskurður verður kveðinn upp í Landsrétti í dag, um þá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti í máli sem áfrýjað hefur verið til réttarins. 16. febrúar 2018 06:00 Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Ríkissaksóknari segir að það sé mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort skipan Arnfríðar Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt, nýs dómsstigs, hafi verið samkvæmt lögum. RÚV sagði fyrst frá þessu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki sæti sem dómari vegna vanhæfis. Hún var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar. Það var síðan þann 22. febrúar síðastliðinn sem úrskurður Landsréttar var kveðinn upp í málinu og niðurstaða sú að Arnfríði bæri ekki að víkja sæti. Það var Arnfríður sjálf, auk tveggja dómara; Jóhannesar Sigurðssonar og Þorgeirs Inga Njálssonar,sem kvað upp úrskurðinn.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður, lagði fram kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir, nýskipaður dómari við Landsrétt, myndi víkja sæti.Vísir/GVAMeð kröfu Vilhjálms lætur hann reyna á gildi þeirra dóma sem kveðnir eru upp af dómurum sem ekki eru á meðal þeirra umsækjenda sem hæfisnefnd telur hæfasta til starfsins í aðdraganda skipunar dómara við Landsrétt. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipunin hafi verið ólögmæt. Eftir niðurstöðu Landsréttar sótti Vilhjálmur um áfrýjunarleyfi vegna dómsmálsins til Hæstaréttar. Að því er fram kemur í frétt RÚV hefur Jón H. B. Snorrason, saksóknari í máli skjólstæðings Vilhjálms, sent Hæstarétti umsögn þar sem fram kemur að ríkissaksóknari sé þeirrar skoðunar að „mjög mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um það álitaefni sem ákærði fjallar um til rökstuðnings kröfu sinni um ómerkingu dóms Landsréttar, og að rök standi því til að að heimila ákærða að áfrýja dómi Landsréttar í málinu,“ segir Jón um það hvort Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið og taki afstöðu um skipan Arnfríðar. Skjólstæðingur Vilhjálms var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot og brot á reynslulausn.
Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Úrskurður í dag um vanhæfi Arnfríðar Úrskurður verður kveðinn upp í Landsrétti í dag, um þá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti í máli sem áfrýjað hefur verið til réttarins. 16. febrúar 2018 06:00 Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03
Úrskurður í dag um vanhæfi Arnfríðar Úrskurður verður kveðinn upp í Landsrétti í dag, um þá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti í máli sem áfrýjað hefur verið til réttarins. 16. febrúar 2018 06:00
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57