Samkomulag náðist um að ljúka samgönguáætlun á nýju ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 08:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/vilhelm „Ég hef fullan skilning á því og þess vegna er það auðvitað frábært að við náðum samkomulagi í gær, formenn flokkanna, að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar á næsta ári,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun aðspurður um hvort ekki þyrfti að ræða betur þær breytingartillögur við samgönguáætlun sem fela í sér að lagðir verða veggjöld á ýmsar leiðir hér á landi. Það er því ljóst að ekki verður tekin ákvörðun um veggjöld að sinni en það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í gær þegar rætt var um breytingartillögur umhverfis og samgöngunefndar á samgönguáætlun. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu meirihlutann á þingi um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna.Sjá einnig:Veggjöld - Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál„Þannig að það gefist meiri tími til þess að ræða málið í þinginu. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru einir sex fundadagar í janúar og það voru bara allir tilbúnir til þess að fara þessa leið og ég held að það sé mjög mikilvægt að reyna að halda hópinn í þessari kerfisbreytingu því að hún er varanleg til langs tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Veggjöld yrðu tekin upp á öllum stofnbrautum til og frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins samkvæmt breytingartillögunni. „Ég held að þetta sé mjög góð lending af hálfu þingsins og geri það að verkum að vonandi verður umræðan meira yfirveguð en var svona síðasta sólarhringinn,“ sagði Sigurður Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Þar fer Sigurður Ingi nánar út í röksemdirnar fyrir því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Ég hef fullan skilning á því og þess vegna er það auðvitað frábært að við náðum samkomulagi í gær, formenn flokkanna, að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar á næsta ári,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun aðspurður um hvort ekki þyrfti að ræða betur þær breytingartillögur við samgönguáætlun sem fela í sér að lagðir verða veggjöld á ýmsar leiðir hér á landi. Það er því ljóst að ekki verður tekin ákvörðun um veggjöld að sinni en það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í gær þegar rætt var um breytingartillögur umhverfis og samgöngunefndar á samgönguáætlun. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu meirihlutann á þingi um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna.Sjá einnig:Veggjöld - Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál„Þannig að það gefist meiri tími til þess að ræða málið í þinginu. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru einir sex fundadagar í janúar og það voru bara allir tilbúnir til þess að fara þessa leið og ég held að það sé mjög mikilvægt að reyna að halda hópinn í þessari kerfisbreytingu því að hún er varanleg til langs tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Veggjöld yrðu tekin upp á öllum stofnbrautum til og frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins samkvæmt breytingartillögunni. „Ég held að þetta sé mjög góð lending af hálfu þingsins og geri það að verkum að vonandi verður umræðan meira yfirveguð en var svona síðasta sólarhringinn,“ sagði Sigurður Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Þar fer Sigurður Ingi nánar út í röksemdirnar fyrir því að taka upp veggjöld á völdum leiðum.
Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20