Lögreglan hefur lokið vettvangsvinnu í iðnaðarhúsnæðinu við Miðhrauni 4 í Garðabæ. Upptök brunans sem varð þar á fimmtudaginn er við eldvegg í miðrými hússins í lagerrými Icewear.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en tæknideild lögreglu ásamt fulltrúum Mannvirkjastofnunnar og slökkviliðsins voru að störfum á vettvangi í dag við rannsókn málsins.
Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að veita upplýsingar um hvað varð til þess að kviknaði í húsinu. Framundan er vinna við rannsókn á haldlögðum gögnum.
Eldsupptök við eldvegg í lagerrými Icewear

Tengdar fréttir

Enn að störfum í Miðhrauni
Tæknideild lögreglu, fulltrúar frá slökkviliðinu og Mannvirkjastofnun eru enn að störfum á vettvangi í Miðhrauni 4 þar sem stórbruni varð í síðustu viku.

Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni
Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn.

Rík skylda eigenda og forráðamanna að brunavarnir húsa séu í takt við starfsemi hverju sinni
Slökkviliðsstjóri undrandi á því hversu hratt iðnaðarhúsið að Miðhrauni 4 brann