Miðbæ Glasgow lokað fyrir Fast and Furious Benedikt Bóas skrifar 25. október 2018 09:00 Tvö mótorhjól elta McLaren-sportbíl yfir George-torgið í Glasgow. Um 200 manns koma að verkefninu. NordicPhotos/Getty Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Miðbænum í Glasgow hefur verið lokað til 29. október vegna vinnu við gerð Fast and Furious myndarinnar Hobbs & Shaw. Eru Jason Statham, Swayne The Rock Johnson og Idris Elba allir samankomnir til að taka upp atriðin. David Leitch leikstýrir. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að enginn muni fá aðgang að stóru svæði miðbæjarins nema þeir sem vinna að myndinni. Hefur þessi langa lokun farið þversum í eigendur verslana og þjónustufyrirtækja á svæðinu. Glasgow tilkynnti að borgin hefði fengið 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna, fyrir kvikmyndaverkefni.Glasgow-borg hefur fengið um tvo milljarða í kassann fyrir kvikmyndaverkefni að undanförnu. NordicPhotos/gettyGlasgow hefur áður verið sögusvið þessara mynda en Fast and Furious 6 var tekin upp þar árið 2012 en þá komu engar stjörnur til að leika fyrir utan auðvitað bílana sem leika yfirleitt stórt hlutverk. Þingmaðurinn David McDonald sagðist í samtali við skoska miðla vera stoltur af því að fá svona stórt kvikmyndaverkefni til borgarinnar og íbúar Skotlands gætu verið ánægðir með að sjá borgina í svona stórri kvikmynd.Mótórhjólin fá smá malbik að borða.Hobbs and Shaw Myndin er skrifuð með þá Luke Hobbs, sem Dwayne Johnson leikur, og Dechard Shaw, sem Jason Statham, leikur í aðalhlutverkum. Myndin er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári. Þegar myndin var tilkynnt fór Tyrese Gibson, stjarna úr Fast and Furious-seríunni, á Instagram og lét þar móðan mása. Blótaði Johnson í sand og ösku og vildi frekar gera Fast and Furious níu. Myndin verður að megninu til tekin upp í London.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira