Segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hlægilega Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2018 11:33 Smári McCarthy furðar sig á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem hann telur hina snautlegustu. Smári McCarthy þingmaður Pírata var ómyrkur í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu í sérstakri umræðu um skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Smári McCarthy, sem var málshefjandi en til andsvara var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði skýrsluna hryllingslestur. „Stutta útgáfan er að eini möguleikinn okkar til að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5°C meðalaukningu á heimsvísu felst í því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti eins hratt og hægt er, og breyta íslenskum iðnaði þannig að útblæstri koltvísýrings verði hætt. Töluverð föngun kolefnis getur frestað þessari niðurstöðu tímabundið, en eingöngu stórar breytingar á forsendum samfélagsins munu koma í veg fyrir ástand þar sem í besta falli milljónir deyja, þúsundir tegunda þurkast út og lífvænleiki jarðarinnar verður verulega skaddaður.“Upp á líf og dauða fyrir mannkynið Smári sagði að ef til vill væri vert að láta versta tilfellið liggja milli hluta en vísindin væru skýr um að þetta væri er umræða upp á líf og dauða fyrir allt mannkynið. „Í þeirri fullyrðingu er engin óþarfa drama ─ þetta er blákaldur veruleikinn.“ Þetta var innleiðing í harða gagnrýni á loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en þar telur Smári koma glögglega í ljós að áætlunin mun ekki bjarga neinu. „Hún var ekki nógu góð áður en ný skýrsla IPCC kom út, en núna er hún hlægileg.“ Hlægileg aðgerðaáætlun Smári segir engin skýr markmið að finna í áætluninni um hversu mikinn samdrátt í CO2-losun eigi að fylgja hverri aðgerð. Flestar aðgerðirnar snúast bara um ómarkvissa tilfærslu peninga eða áætlunargerð, eins og það eitt muni bjarga einhverju. „Losun Íslands eru 4,3 milljónir tonna koltvísýrings árlega. Til að ná markmiðum Parísarsamningsins fyrir 2030 þarf CO2 losun að vera komin í rétt um 3 milljónir tonna á ári. Við höfum 12 ár til að draga úr þessari losun, eða línulega um 83 þúsund tonna árlegan samdrátt í losun.“ Þetta er ekki nóg, að sögn Smára. Ekki nálægt því. „Lausn í loftslagsmálum verður ekki keypt fyrir tæplega 0.1% af árlegum fjárlögum ríkisins.“ Umræðan um þessi mál er nú yfirstandandi á þinginu og er óhætt að segja að skýjað sé yfir þingmönnum vegna þessa umfjöllunarefnis. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Smári McCarthy þingmaður Pírata var ómyrkur í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu í sérstakri umræðu um skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Smári McCarthy, sem var málshefjandi en til andsvara var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði skýrsluna hryllingslestur. „Stutta útgáfan er að eini möguleikinn okkar til að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5°C meðalaukningu á heimsvísu felst í því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti eins hratt og hægt er, og breyta íslenskum iðnaði þannig að útblæstri koltvísýrings verði hætt. Töluverð föngun kolefnis getur frestað þessari niðurstöðu tímabundið, en eingöngu stórar breytingar á forsendum samfélagsins munu koma í veg fyrir ástand þar sem í besta falli milljónir deyja, þúsundir tegunda þurkast út og lífvænleiki jarðarinnar verður verulega skaddaður.“Upp á líf og dauða fyrir mannkynið Smári sagði að ef til vill væri vert að láta versta tilfellið liggja milli hluta en vísindin væru skýr um að þetta væri er umræða upp á líf og dauða fyrir allt mannkynið. „Í þeirri fullyrðingu er engin óþarfa drama ─ þetta er blákaldur veruleikinn.“ Þetta var innleiðing í harða gagnrýni á loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en þar telur Smári koma glögglega í ljós að áætlunin mun ekki bjarga neinu. „Hún var ekki nógu góð áður en ný skýrsla IPCC kom út, en núna er hún hlægileg.“ Hlægileg aðgerðaáætlun Smári segir engin skýr markmið að finna í áætluninni um hversu mikinn samdrátt í CO2-losun eigi að fylgja hverri aðgerð. Flestar aðgerðirnar snúast bara um ómarkvissa tilfærslu peninga eða áætlunargerð, eins og það eitt muni bjarga einhverju. „Losun Íslands eru 4,3 milljónir tonna koltvísýrings árlega. Til að ná markmiðum Parísarsamningsins fyrir 2030 þarf CO2 losun að vera komin í rétt um 3 milljónir tonna á ári. Við höfum 12 ár til að draga úr þessari losun, eða línulega um 83 þúsund tonna árlegan samdrátt í losun.“ Þetta er ekki nóg, að sögn Smára. Ekki nálægt því. „Lausn í loftslagsmálum verður ekki keypt fyrir tæplega 0.1% af árlegum fjárlögum ríkisins.“ Umræðan um þessi mál er nú yfirstandandi á þinginu og er óhætt að segja að skýjað sé yfir þingmönnum vegna þessa umfjöllunarefnis.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00
Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent