Segir aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hlægilega Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2018 11:33 Smári McCarthy furðar sig á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar sem hann telur hina snautlegustu. Smári McCarthy þingmaður Pírata var ómyrkur í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu í sérstakri umræðu um skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Smári McCarthy, sem var málshefjandi en til andsvara var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði skýrsluna hryllingslestur. „Stutta útgáfan er að eini möguleikinn okkar til að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5°C meðalaukningu á heimsvísu felst í því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti eins hratt og hægt er, og breyta íslenskum iðnaði þannig að útblæstri koltvísýrings verði hætt. Töluverð föngun kolefnis getur frestað þessari niðurstöðu tímabundið, en eingöngu stórar breytingar á forsendum samfélagsins munu koma í veg fyrir ástand þar sem í besta falli milljónir deyja, þúsundir tegunda þurkast út og lífvænleiki jarðarinnar verður verulega skaddaður.“Upp á líf og dauða fyrir mannkynið Smári sagði að ef til vill væri vert að láta versta tilfellið liggja milli hluta en vísindin væru skýr um að þetta væri er umræða upp á líf og dauða fyrir allt mannkynið. „Í þeirri fullyrðingu er engin óþarfa drama ─ þetta er blákaldur veruleikinn.“ Þetta var innleiðing í harða gagnrýni á loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en þar telur Smári koma glögglega í ljós að áætlunin mun ekki bjarga neinu. „Hún var ekki nógu góð áður en ný skýrsla IPCC kom út, en núna er hún hlægileg.“ Hlægileg aðgerðaáætlun Smári segir engin skýr markmið að finna í áætluninni um hversu mikinn samdrátt í CO2-losun eigi að fylgja hverri aðgerð. Flestar aðgerðirnar snúast bara um ómarkvissa tilfærslu peninga eða áætlunargerð, eins og það eitt muni bjarga einhverju. „Losun Íslands eru 4,3 milljónir tonna koltvísýrings árlega. Til að ná markmiðum Parísarsamningsins fyrir 2030 þarf CO2 losun að vera komin í rétt um 3 milljónir tonna á ári. Við höfum 12 ár til að draga úr þessari losun, eða línulega um 83 þúsund tonna árlegan samdrátt í losun.“ Þetta er ekki nóg, að sögn Smára. Ekki nálægt því. „Lausn í loftslagsmálum verður ekki keypt fyrir tæplega 0.1% af árlegum fjárlögum ríkisins.“ Umræðan um þessi mál er nú yfirstandandi á þinginu og er óhætt að segja að skýjað sé yfir þingmönnum vegna þessa umfjöllunarefnis. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Smári McCarthy þingmaður Pírata var ómyrkur í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu í sérstakri umræðu um skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Smári McCarthy, sem var málshefjandi en til andsvara var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði skýrsluna hryllingslestur. „Stutta útgáfan er að eini möguleikinn okkar til að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5°C meðalaukningu á heimsvísu felst í því að hætta að nota jarðefnaeldsneyti eins hratt og hægt er, og breyta íslenskum iðnaði þannig að útblæstri koltvísýrings verði hætt. Töluverð föngun kolefnis getur frestað þessari niðurstöðu tímabundið, en eingöngu stórar breytingar á forsendum samfélagsins munu koma í veg fyrir ástand þar sem í besta falli milljónir deyja, þúsundir tegunda þurkast út og lífvænleiki jarðarinnar verður verulega skaddaður.“Upp á líf og dauða fyrir mannkynið Smári sagði að ef til vill væri vert að láta versta tilfellið liggja milli hluta en vísindin væru skýr um að þetta væri er umræða upp á líf og dauða fyrir allt mannkynið. „Í þeirri fullyrðingu er engin óþarfa drama ─ þetta er blákaldur veruleikinn.“ Þetta var innleiðing í harða gagnrýni á loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar en þar telur Smári koma glögglega í ljós að áætlunin mun ekki bjarga neinu. „Hún var ekki nógu góð áður en ný skýrsla IPCC kom út, en núna er hún hlægileg.“ Hlægileg aðgerðaáætlun Smári segir engin skýr markmið að finna í áætluninni um hversu mikinn samdrátt í CO2-losun eigi að fylgja hverri aðgerð. Flestar aðgerðirnar snúast bara um ómarkvissa tilfærslu peninga eða áætlunargerð, eins og það eitt muni bjarga einhverju. „Losun Íslands eru 4,3 milljónir tonna koltvísýrings árlega. Til að ná markmiðum Parísarsamningsins fyrir 2030 þarf CO2 losun að vera komin í rétt um 3 milljónir tonna á ári. Við höfum 12 ár til að draga úr þessari losun, eða línulega um 83 þúsund tonna árlegan samdrátt í losun.“ Þetta er ekki nóg, að sögn Smára. Ekki nálægt því. „Lausn í loftslagsmálum verður ekki keypt fyrir tæplega 0.1% af árlegum fjárlögum ríkisins.“ Umræðan um þessi mál er nú yfirstandandi á þinginu og er óhætt að segja að skýjað sé yfir þingmönnum vegna þessa umfjöllunarefnis.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Trump ekki lengur á því að loftslagsbreytingar séu gabb Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar vísindamenn sem vara við loftslagsbreytingum um pólitískan áróður og segist efast um að kenna megi manninum um hækkandi hitastig í heiminum. 15. október 2018 07:26
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00
Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. 19. október 2018 21:00