Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2018 19:45 Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum." Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum."
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira