Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2018 19:15 Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. Markmiðið er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Fulltrúar verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins og BSRB ásamt borgarstjóra tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að 155 íbúðum sem reisa á við Móaveg í Grafvarvogi á vegum byggingarfélagsins Bjargs sem er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Það hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í mörg ár að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir verkafólk. Og hér er verið að taka fyrstu skóflustunguna í raun og veru fyrir tæplega tólfhundruð íbúðum í Reykjavík og Hafnarfirði.155 íbúðir fyrsta skrefið Raunar segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að stefnt sé að byggingu fimmtán hundruð íbúða. En skipulagsmál séu enn í ferli í Hafnarfirði og á Akureyri. Hann hefur harmað að verkamannabústaðirnir voru seldir á sínum tíma og það húsnæðisúrræði lagt af.Má segja að í dag sé verið að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum verkamannabústöðum?„Já ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta er búið að vera löng barátta verkalýðshreyfingarinnar frá því kerfið var lagt af upp úr aldamótum. Að komast í gang aftur. Eigum við ekki að segja að þetta sé verkó punktur tveir við að fara í gang aftur. Þessi áfangi hérna, 155 íbúðir, er fyrsta skrefið hjá okkur. Þær verða vonandi fleiri og verða fleiri á þessu ári,“ sagði Gylfi eftir að stungið hafði verið út fyrir fyrstu íbúðunum í dag. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar við Móaveg verði afhentar í júní á næsta ári og þær síðustu sumarið 2020. „Síðan gerum við ráð fyrir því að hefja framkvæmdir á öðrum stöðum í borginni síðar í vor og síðan víðar um land á þessu ári.“Hvað er nú þegar búið að ákveða að byggja margar íbúðir á næstu tveimur til þremur árum?„Við erum búin að fá úthlutað fyrir næstum sexhundruð íbúðir og við erum með samning við borgina og sveitarfélög fyrir næstum fimmtán hundruð íbúðir á næstu þrem til fjórum árum,“ segir Gylfi. Og áfram verði haldið við að hanna því þörfin fyrir langtíma leiguhúsnæði fyrir launafólk sé mikil.Vantar tuttugu þúsund íbúðir til að ná Norðurlöndum Markmiðið er að leiguverð fari ekki yfir fjórðung tekna fólks á lægstu laununum. Ríkið greiðir 18 prósent af stofnkostnaði þessarra íbúða og sveitarfélögin leggja til lóðir. Til að ná sama hlutfalli íbúða sem þessarra og er á hinum Norðurlöndunum segir Gylfi vanta tuttugu til tuttugu og fimm þúsund íbúðir í kerfið. „Það er svolítið dapurlegt að hugsa til þess að þegar verkamannabústaðakerfið var lagt af áttum við þar tólf til þrettán þúsund íbúðir. Ef það kerfi hefði haldið áfram væri þessi vandi ekki til staðar í dag. Þess vegna ætlum við að byrja hér og það verður þá okkar hlutverk að sýna fram á að það er hægt að leysa þetta. Það höfum við gert áður og það ætlum við að gera núna, segir Gylfi Arnbjörnsson.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira