HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2018 06:00 Rigningin spillti ekki gleðinni í Hljómskálagarðinum á laugardaginn þar sem margir horfðu á Ísland gera jafntefli við Argentínu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að tafir í föstudagsumferðinni verði fyrr á ferðinni vegna leiks Íslands og Nígeríu sem hefst klukkan þrjú á föstudaginn „Þetta skapaði engin vandamál í síðasta leik enda var leikurinn klukkan eitt á laugardegi, en nú er leikurinn klukkan þrjú á föstudegi sem gæti haft þau áhrif að umferðarþungi aukist um hálf þrjú leytið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar leikskólabarna klóra sér nú margir í höfðinu yfir því hvenær heppilegast sé að sækja börn sín í leikskólann á morgun enda munu fæstir landsmenn geta slitið sig frá sjónvarpsskjánum á hefðbundnum heimferðartíma leikskólabarna. Nokkrir einkareknir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar sent foreldrum bréf og óskað eftir að börnin verði sótt fyrir þrjú. Þótt ekki sé fyrirhugað að loka leikskólum Reykjavíkurborgar fyrr á föstudag, hyggjast flestir þeirra foreldra, sem Fréttablaðið hefur rætt við, sækja börn sín fyrir leik, komist þeir á annað borð úr vinnu til að horfa á leikinn. Meðal annarra fyrirtækja sem þegar hafa tilkynnt lokanir vegna leiksins eru bæði Landsbankinn og Íslandsbanki sem loka hjá sér klukkan þrjú.Sjá einnig: Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Pósturinn verður lokaður frá 14.30 og sömuleiðis skrifstofur og þjónustuver VR. Í auglýsingu stéttarfélagsins um lokunina er skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Lítil eftirspurn er eftir tímum á hárgreiðslustofum seinnipartinn á föstudag og hafa margar hárgreiðslustofur ákveðið að loka klukkan þrjú og taka helgina snemma enda hefur enginn áhuga á því hvort eð er að láta laga á sér hárið á meðan örlög Íslands ráðast á HM. „Við leggjum niður skærin á slaginu þrjú,“ segir Grjóni á Barber. Venjulega er uppbókað á Barber einhverjar vikur fram í tímann og því var allt uppbókað seinnipart á föstudag. „Ég byrjaði að hringja í mína kúnna á mánudaginn þegar ég áttaði mig á tímasetningu leiksins og stakk upp á því að tíminn yrði færður til,“ segir Grjóni og viðkvæðið sem hann fékk í öllum tilvikum var: „Ég ætlaði einmitt að hringja í þig út af þessu.“ Klippararnir á Barber fara þó ekki heim til að horfa á leikinn. Við fáum DJ í hádeginu og klippum til þrjú, svo horfum við saman á leikinn hér á stofunni og bjóðum upp á bjór.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09 Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20 Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. 20. júní 2018 23:09
Bankar loka snemma vegna leiks Íslands og Nígeríu Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum. 19. júní 2018 13:20
Þrúgaðir af spennu á sama stað fyrir tveimur árum Íslenska landsliðið var í mjög svipaðri stöðu á EM 2016 í Frakklandi og það er nú. 20. júní 2018 20:30