Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2017 11:34 Sveinn Gestsson, bóndi á Staðarfelli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent