Þurfum léttruglað fólk til að taka við Staðarfelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2017 11:34 Sveinn Gestsson, bóndi á Staðarfelli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
SÁÁ hefur ákveðið að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum. Óvíst er hvað verður um húsakynnin en Ríkiskaup hafa nú auglýst þau til sölu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Svan Þorláksson, ráðgjafa SÁÁ á Staðarfelli, og Sveinn Gestsson, bónda á Staðarfelli.Staðarfell er á Fellsströnd í Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Byggingarnar að Staðarfelli eru með þeim svipmestu í Dalasýslu en aðalbyggingin er frá árinu 1927. Það var árið 1980 sem SÁÁ fékk Staðarfell til afnota en áður hafði verið rekinn þar húsmæðraskóli í hálfa öld. En nú stendur þetta forna höfðuból enn á tímamótum. SÁÁ er búið að reisa nýja stöð í Vík á Kjalarnesi til að leysa af Staðarfell.Svanur Þorláksson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ á Staðarfelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Því miður, þrátt fyrir hvað þetta er góður staður, þá uppfyllir hann ekki nútímakröfur. Við erum að byggja frábært húsnæði í Vík og við munum flytja þangað,“ segir Svanur en nú er áformað að starfsemin verði flutt í nóvember. Bóndinn á Staðarfelli kemur til með að sakna nábýlisins við þrjátíu vistmenn, sem þar dvelja að jafnaði, og átta starfsmenn á meðferðarheimilinu, en Staðarfell hefur jafnan verið fjölmennasti staðurinn á Fellsströnd.Bóndabærinn á Staðarfelli sést fjær en hann stendur vestan við meðferðarheimilið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er búið að vera mjög gott nágrenni, - að hafa þá hérna í nágrenni við sig. Það er náttúrlega líka það að hafa svona líf í húsunum. Þetta verður mikil breyting því ég sé ekki fram á að það komi nein svona hliðstæð starfsemi á næstunni,“ segir Sveinn Staðarfellsbóndi. -En hefði ekki verið hægt fyrir SÁÁ að bæta úr húsakynnum á Staðarfelli? „Það var verið að skoða það. En þetta kostar allt peninga. Við erum svo langt frá læknishjálp hérna líka, svona á veturna, og þetta er langt að fara,“ svarar Svanur. Kirkja er á Staðarfelli. Þetta er fornt höfuðból og þar liggja rætur Sturlunga á 12. öld.Stöð 2/Arnar HalldórssonHann kveðst ekki hafa hugmynd um hvað verði um Staðarfell en vonar að það fái nýtt hlutverk, núna þegar Ríkiskaup hyggjast selja fasteignirnar. „Við þurfum kannski að fá svona léttruglað fólk til að byrja, - að koma af stað einhverri starfsemi sem gæti hentað hér,“ segir Sveinn á Staðarfelli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Staðarfell sett á sölu Húseignirnar að Staðarfelli á Fellsströnd, sem hýst hafa starfsemi SÁÁ undanfarna áratugi, hafa verið settar á sölu. 27. september 2017 07:00