Kettlingar vanræktir á sveitabæ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2017 20:15 Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira