Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 21:47 Frá Suðurlandsvegi. vísir/andri marinó Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ. Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ.
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira