Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 14:07 Samkvæmt hagsmunaskráningu er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ekki í öðru launuðu starfi. Þar segir jafnframt að hann eigi sæti í skipulagsnefnd Garðabæjar. vísir/ernir Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem sitjandi þingmenn vinna nú að samhliða þingmennskunni. Flestir eru með einhvers konar hliðarverkefni. Tveir eru í námi með fram störfum og einn hefur nýlokið námi. Vísir hafði samband við alla þingmenn og ráðherra og óskaði eftir svörum um hvort þeir leggðu stund á nám eða önnur störf með fram þingmennskunni eða taki virkan þátt í félagsstörfum.Lögfræði, alþjóðaviðskipti og húsasmíði Tveir þingmenn eru í námi en það eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem er að ljúka meistararitgerð í lögfræði og Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem er í tveimur námskeiðum á húsasmíðabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lauk í síðustu viku meistaranámi í alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst. Nokkrir þingmenn eru í launuðum störfum samhliða þingmennskunni. Það er meðal annars Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, sem vinnur með Lífsmynd ehf. að heimildarmynd fyrir Ríkisútvarpið, auk þess sem hann vinnur að gerð eldfjalla- og skjálftamiðstöðvar á Hvolsvelli. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og formaður skipulagsnefndar. Hún á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og er stjórnarmaður í Strætó bs. Þá situr hún í stjórn hagsmunasamtaka Reykjalundar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, starfar sem stundakennari við Háskóla Íslands, kennir á námskeiði til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi og rekur lögmannsstofu. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, er aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands en segist ekki sinna verkefnum öðrum en þeim sem tengjast lokafrágangi námskeiða sem kennd voru á haustmisseri.Starfar stundum sem tónlistarmaður Þá vinnur Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, ýmis trúnaðarstörf fyrir Reykjavíkurborg og er formaður hverfisráðs Breiðholts. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segist stundum starfa sem tónlistarmaður og stundum þiggja laun fyrir. Hann er jafnframt stjórnarmaður í Skákakademíu Reykjavíkur, stjórnarmaður í Spock ehf og stjórnarmaður á Bókmenntahátíð Reykjavíkur en þau störf eru ólaunuð. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vinnur tímavinnu sem flugumferðarstjóri í flugturninum á Akureyri. Hann situr einnig í stjórn Norðurorku og er í stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Þá er hann annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýri. Pistlahöfundur hjá Morgunblaðinu Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra fær laun fyrir pistlaskrif í Morgunblaðið og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, situr í nefnd á vegum Kópavogsbæjar og er stjórnarmaður í Isavia. Þá situr hún í ýmsum nefndum Kópavogsbæjar. Þá vinnur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, að gerð fræðsluvefs fyrir Geðhjálp. Hún tekur fram að um sé að ræða rannsóknarverkefni sem sé á lokametrunum og að greiðslur eftir að hún tók við þingmennsku hafi ekki farið yfir hálfa milljón og verði ekki hærri. Ekki svöruðu allir þingmenn tölvupóstinum og var þá notast við hagsmunaskráningu þingmanna á Alþingisvefnum. Hagsmunaskráningin hefur í einhverjum tilfellum ekki verið uppfærð og/eða upplýsingar vantar. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir önnur störf og félagastörf þingmanna, samkvæmt svörum þeirra og hagsmunaskráningu. Listinn er ekki tæmandi en frekari upplýsingar eru að finna á vef Alþingis.Ari Trausti Guðmundsson vinnur með Lífsmynd ehf. að heimildarmynd fyrir Sjónvarpið vinna við gerð LAVA – eldfjalla- og jarðskálftamiðstöðvar Íslands á HvolsvelliÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að ljúka meistararitgerð í lögfræði.Ásmundur Friðriksson formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Í stjórn Stórstúku Oddfellow-reglunnar á Íslandi. Starfar með Skötumessunni í Garði, Keflavíkurkirkju og vinnur að góðgerðarmálum á Hellu, Hornafirði og víðar. Varamaður í stjórn Búmanna.Benedikt Jóhannesson formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir virkur félagi í slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði og Soroptmistum.Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ – formaður skipulagsnefndar. Á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, og stjórnarmaður í Strætó bs. Situr í stjórn hagmunasamtaka Reykjalundar.Brynjar Níelsson stundakennsla við HÍ kennsla á námskeiði til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi rekstur eigin lögmannsstofu.Eygló Harðardóttir tvö námskeið á húsasmíðabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Kvöldskóli vorið 2017.Guðjón S. Brjánsson situr í stjórn Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, varaformaður Alzheimersamtakanna á Íslandi, varamaður í stjórn Starfsendurhæfingar Vesturlands.Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður AECR, alþjóðlegra samtaka stjórnmálaflokka sem aðhyllast Evrópu- og alþjóðasamstarf sem og hugmyndir um einstaklingsfrelsi, þingræði og virðingu fyrir fullveldi þjóðríkja.Hanna Katrín Friðriksson stjórn Substantia ehf. stjórn Hlíðarenda sesHaraldur Benediktsson formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs. búrekstur.Trúnaðarstörf: Jón Hreggviðsson ehf, 50 prósent eignarhlutur, félag um búrekstur. Búhöldur ehf. Stjórn Landbúnaðarsafns Íslands ses – ólaunað.Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum sf.Jón Gunnarsson Mar-textil, innflutningur og smávöruverslun formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar við Skógarhlíð. formaður félagsins Sjávarnytjar. í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna. í stjórn björgunarbátasjóðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Jón Þór Ólafsson starfsmaður á plani hjá malbikunarstöðinni Höfða. formaður stjórnar Grasrótarmiðstöðina-rekstrarfélag. stjórnarmaður IMMI, alþjóðasamtök um upplýsinga- og tjáningarfrelsi.Jóna Sólveig Elínardóttir aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands .Sinnir ekki verkefnum öðrum en þeim sem tengjast lokafrágangi námskeiða sem kennd voru á haustmisseri 2016.Nichole Leigh Mosty trúnaðarstörf á vegum Reykjavíkurborgar. Formaður Hverfisráðs Breiðholts.Njáll Trausti Friðbertsson tímavinna sem flugumferðarstjóri í flugturninum á Akureyri. Stjórn Norðurorku, stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýri, ekki fengist upplýsingar um hvort starfið sé launað.Oddný Harðardóttir Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Stjórn Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Stjórn Minningarsjóðs um Gísla Torfason. Stjórn Menningarseturs að Útskálum. Stjórn Menntasjóðs Sigurðar Sívertsen. Kvenfélagið Genf í Garði DKG félag kvenna um menntamál.Óttarr Proppé tónlistarmaður, ekki fast starf. Þiggur stundum laun fyrir. Stjórnarformaður í Skákakademíu Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun – ólaunað Stjórnarmaður í Spock ehf – ólaunað Stjórnarmaður í Bókmenntahátíð í Reykjavík - ólaunaðFormaður stjórnar Reykjavík-bókmenntaborg Unesco – ólaunaðPáll Magnússon stjórnarmaður í ÍBV íþróttafélagi í Vestmannaeyjum.Sigríður Á. Andersen pistlahöfundur hjá Morgunblaðinu í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsinsSigurður Ingi Jóhannsson skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni fulltrúi Hrunamannahrepps í stjórn Heilsuþorp Flúðir ehf.Silja Dögg Gunnarsdóttir lauk fjarnámi við Háskólann á Bifröst í febrúar, var í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum MIB. situr í stjórn júdófélags UMFNTeitur Björn Einarsson varamaður í stjórn LandsvirkjunarTheodóra S. Þorsteinsdóttir situr í nefnd á vegum Kópavogsbæjar stjórnarmaður í ISAVIAtrúnaðarstörf: Sit í sveitarstjórn Kópavogsbæjar. Formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar. Formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Almannavarnarnefnd og Hafnarstjórn. Sit í nefnd um ritun hvítbókar í samgöngumálum.Vilhjálmur Árnason varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar. varamaður í bæjarráði Grindavíkurbæjar.Vilhjálmur Bjarnason í stjórn Samtaka sparifjáreigenda. leiðbeinandi í ritgerðum nemenda í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarformaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur. stjórn jafnréttissjóðs. stjórn Þroskahjálpar. stjórn Golfsambands íslands.Þorsteinn Víglundsson stjórn Hollvinasamtaka Menntaskólans í Reykjavík. varamaður í stjórn Vertigo. varamaður í stjórn Lindarflatar.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verktaki fyrir landssamtökin Geðhjálp. formaður Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem sitjandi þingmenn vinna nú að samhliða þingmennskunni. Flestir eru með einhvers konar hliðarverkefni. Tveir eru í námi með fram störfum og einn hefur nýlokið námi. Vísir hafði samband við alla þingmenn og ráðherra og óskaði eftir svörum um hvort þeir leggðu stund á nám eða önnur störf með fram þingmennskunni eða taki virkan þátt í félagsstörfum.Lögfræði, alþjóðaviðskipti og húsasmíði Tveir þingmenn eru í námi en það eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem er að ljúka meistararitgerð í lögfræði og Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem er í tveimur námskeiðum á húsasmíðabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lauk í síðustu viku meistaranámi í alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst. Nokkrir þingmenn eru í launuðum störfum samhliða þingmennskunni. Það er meðal annars Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, sem vinnur með Lífsmynd ehf. að heimildarmynd fyrir Ríkisútvarpið, auk þess sem hann vinnur að gerð eldfjalla- og skjálftamiðstöðvar á Hvolsvelli. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og formaður skipulagsnefndar. Hún á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og er stjórnarmaður í Strætó bs. Þá situr hún í stjórn hagsmunasamtaka Reykjalundar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, starfar sem stundakennari við Háskóla Íslands, kennir á námskeiði til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi og rekur lögmannsstofu. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, er aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands en segist ekki sinna verkefnum öðrum en þeim sem tengjast lokafrágangi námskeiða sem kennd voru á haustmisseri.Starfar stundum sem tónlistarmaður Þá vinnur Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, ýmis trúnaðarstörf fyrir Reykjavíkurborg og er formaður hverfisráðs Breiðholts. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segist stundum starfa sem tónlistarmaður og stundum þiggja laun fyrir. Hann er jafnframt stjórnarmaður í Skákakademíu Reykjavíkur, stjórnarmaður í Spock ehf og stjórnarmaður á Bókmenntahátíð Reykjavíkur en þau störf eru ólaunuð. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vinnur tímavinnu sem flugumferðarstjóri í flugturninum á Akureyri. Hann situr einnig í stjórn Norðurorku og er í stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Þá er hann annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýri. Pistlahöfundur hjá Morgunblaðinu Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra fær laun fyrir pistlaskrif í Morgunblaðið og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, situr í nefnd á vegum Kópavogsbæjar og er stjórnarmaður í Isavia. Þá situr hún í ýmsum nefndum Kópavogsbæjar. Þá vinnur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, að gerð fræðsluvefs fyrir Geðhjálp. Hún tekur fram að um sé að ræða rannsóknarverkefni sem sé á lokametrunum og að greiðslur eftir að hún tók við þingmennsku hafi ekki farið yfir hálfa milljón og verði ekki hærri. Ekki svöruðu allir þingmenn tölvupóstinum og var þá notast við hagsmunaskráningu þingmanna á Alþingisvefnum. Hagsmunaskráningin hefur í einhverjum tilfellum ekki verið uppfærð og/eða upplýsingar vantar. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir önnur störf og félagastörf þingmanna, samkvæmt svörum þeirra og hagsmunaskráningu. Listinn er ekki tæmandi en frekari upplýsingar eru að finna á vef Alþingis.Ari Trausti Guðmundsson vinnur með Lífsmynd ehf. að heimildarmynd fyrir Sjónvarpið vinna við gerð LAVA – eldfjalla- og jarðskálftamiðstöðvar Íslands á HvolsvelliÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að ljúka meistararitgerð í lögfræði.Ásmundur Friðriksson formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Í stjórn Stórstúku Oddfellow-reglunnar á Íslandi. Starfar með Skötumessunni í Garði, Keflavíkurkirkju og vinnur að góðgerðarmálum á Hellu, Hornafirði og víðar. Varamaður í stjórn Búmanna.Benedikt Jóhannesson formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir virkur félagi í slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði og Soroptmistum.Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ – formaður skipulagsnefndar. Á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, og stjórnarmaður í Strætó bs. Situr í stjórn hagmunasamtaka Reykjalundar.Brynjar Níelsson stundakennsla við HÍ kennsla á námskeiði til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi rekstur eigin lögmannsstofu.Eygló Harðardóttir tvö námskeið á húsasmíðabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Kvöldskóli vorið 2017.Guðjón S. Brjánsson situr í stjórn Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, varaformaður Alzheimersamtakanna á Íslandi, varamaður í stjórn Starfsendurhæfingar Vesturlands.Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður AECR, alþjóðlegra samtaka stjórnmálaflokka sem aðhyllast Evrópu- og alþjóðasamstarf sem og hugmyndir um einstaklingsfrelsi, þingræði og virðingu fyrir fullveldi þjóðríkja.Hanna Katrín Friðriksson stjórn Substantia ehf. stjórn Hlíðarenda sesHaraldur Benediktsson formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs. búrekstur.Trúnaðarstörf: Jón Hreggviðsson ehf, 50 prósent eignarhlutur, félag um búrekstur. Búhöldur ehf. Stjórn Landbúnaðarsafns Íslands ses – ólaunað.Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi stjórnarmaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum sf.Jón Gunnarsson Mar-textil, innflutningur og smávöruverslun formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar við Skógarhlíð. formaður félagsins Sjávarnytjar. í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna. í stjórn björgunarbátasjóðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Jón Þór Ólafsson starfsmaður á plani hjá malbikunarstöðinni Höfða. formaður stjórnar Grasrótarmiðstöðina-rekstrarfélag. stjórnarmaður IMMI, alþjóðasamtök um upplýsinga- og tjáningarfrelsi.Jóna Sólveig Elínardóttir aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands .Sinnir ekki verkefnum öðrum en þeim sem tengjast lokafrágangi námskeiða sem kennd voru á haustmisseri 2016.Nichole Leigh Mosty trúnaðarstörf á vegum Reykjavíkurborgar. Formaður Hverfisráðs Breiðholts.Njáll Trausti Friðbertsson tímavinna sem flugumferðarstjóri í flugturninum á Akureyri. Stjórn Norðurorku, stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Annar tveggja formanna Hjartans í Vatnsmýri, ekki fengist upplýsingar um hvort starfið sé launað.Oddný Harðardóttir Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Stjórn Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Stjórn Minningarsjóðs um Gísla Torfason. Stjórn Menningarseturs að Útskálum. Stjórn Menntasjóðs Sigurðar Sívertsen. Kvenfélagið Genf í Garði DKG félag kvenna um menntamál.Óttarr Proppé tónlistarmaður, ekki fast starf. Þiggur stundum laun fyrir. Stjórnarformaður í Skákakademíu Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun – ólaunað Stjórnarmaður í Spock ehf – ólaunað Stjórnarmaður í Bókmenntahátíð í Reykjavík - ólaunaðFormaður stjórnar Reykjavík-bókmenntaborg Unesco – ólaunaðPáll Magnússon stjórnarmaður í ÍBV íþróttafélagi í Vestmannaeyjum.Sigríður Á. Andersen pistlahöfundur hjá Morgunblaðinu í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsinsSigurður Ingi Jóhannsson skólanefnd Menntaskólans að Laugarvatni fulltrúi Hrunamannahrepps í stjórn Heilsuþorp Flúðir ehf.Silja Dögg Gunnarsdóttir lauk fjarnámi við Háskólann á Bifröst í febrúar, var í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum MIB. situr í stjórn júdófélags UMFNTeitur Björn Einarsson varamaður í stjórn LandsvirkjunarTheodóra S. Þorsteinsdóttir situr í nefnd á vegum Kópavogsbæjar stjórnarmaður í ISAVIAtrúnaðarstörf: Sit í sveitarstjórn Kópavogsbæjar. Formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar. Formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Almannavarnarnefnd og Hafnarstjórn. Sit í nefnd um ritun hvítbókar í samgöngumálum.Vilhjálmur Árnason varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar. varamaður í bæjarráði Grindavíkurbæjar.Vilhjálmur Bjarnason í stjórn Samtaka sparifjáreigenda. leiðbeinandi í ritgerðum nemenda í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir stjórnarformaður hjá Leikfélagi Reykjavíkur. stjórn jafnréttissjóðs. stjórn Þroskahjálpar. stjórn Golfsambands íslands.Þorsteinn Víglundsson stjórn Hollvinasamtaka Menntaskólans í Reykjavík. varamaður í stjórn Vertigo. varamaður í stjórn Lindarflatar.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verktaki fyrir landssamtökin Geðhjálp. formaður Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira