Segir húðkeipa Skrælingja styðja að Vínland var í New Brunswick Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2017 20:00 Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Vínland í fornsögunum, þar sem víkingar frá Íslandi fundu vínvið fyrir þúsund árum, var í New Brunswick í Kanada, að mati sænsks fornleifafræðings, sem telur lýsingar á húðkeipum Skrælingjanna útiloka að Vínland hafi verið New York. Þetta kom fram í Landnemunum og fréttum Stöðvar 2. Fræðimenn deila enn um hvar Vínland var sem Leifur heppni fann. Helsti sérfræðingurinn vestanhafs um Vínlandssögurnar er sænski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace en hún tók þátt í að grafa upp víkingatóftirnar á Nýfundnalandi. Hún telur að Miramichi-svæðið í New Brunswick hafi verið sá staður sem Þorfinnur karlsefni nefndi Hóp en þar voru mestu samskiptin við Skrælingjana, ef marka má fornsögurnar. Á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi má sjá myndir af bátum eins og þeir notuðu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birgitta telur að lýsingar á bátum Skrælingjanna hjálpi til að staðsetja Hóp og Vínland en þeir voru í sögunum sagðir á húðkeipum, eða skinnbátum. Svo vill til að slíkir bátar voru ekki notaðir af öllum indíánaflokkum, þeir voru á ákveðnu svæði. „Slíkir kanóar voru ekki til fyrir sunnan miðhluta Maine og fyrir sunnan Boston voru engir kanóar yfirhöfuð,“ segir Birgitta Wallace. „Það þýðir að Hóp hefur verið fyrir norðan Boston og líklega fyrir norðan miðhluta Maine. En þeir voru mjög algengir í New Brunswick.“ -Svo þetta getur ekki hafa verið í New York? „Nei, það getur ekki verið. Ekki ef þeir hafa séð húðkeipa,“ segir Birgitta.George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hún telur líklegast að Skrælingjarnir hafi verið af ættbálki Mikmaq-indíána en þeirra búsvæði voru einkum við innanverðan Lárensflóa, í New Brunswick og Nova Scotia. Fulltrúar þeirra sögðu okkur að þeirra ættbálkur hefði gert sér báta úr dýraskinnum. „Við vorum líklega með þeim fyrstu til að hitta Evrópubúa þegar þeir hófu að ferðast til annarra landa. Við vorum þeir fyrstu sem þeir hittu á ströndinni,“ segir George Paul, leiðsögumaður á menningarsetri Mikmaq-indíána í Miramichi.Frá Miramichi-ánni í New Brunswick. Birgitta Wallace telur að Vínland hið góða hafi verið á þessu svæði.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.
Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00
Skinn og bátar Skrælingjanna geta bent á hvar Vínland var Lýsingar Vínlandssagna á fólkinu sem víkingar nefndu Skrælingja eru þess eðlis að vart fer á milli mála að þeir hittu frumbyggja Ameríku. 8. janúar 2017 08:15