Ráðherrar taka nokkra daga í að finna viðbótarfjármagn í vegakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2017 18:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Vísir Framlög til vegamála verða aukin um hundruð milljóna króna á næstu dögum en ríkisstjórnin fól fjármálaráðherra og samgönguráðherra að koma með tillögur þar að lútandi á fundi sínum í dag. Samgönguráðherra segir vegabætur við Berufjörð og Dettifoss meðal framkvæmda á forgangslista. Við gerð síðustu fjárlaga samþykkti Alþingi að setja 4,5 milljarða til viðbótar í vegaframkvæmdir og eru heildarframlögin því um 17 milljarðar á þessu ári. Jón Gunnarsson samgönguráðherra vill láta skoða að setja vegtolla á helstu leiðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu, þannig að hægt sé að fara í stórar og dýrar framkvæmdir. Þótt 17 milljarðar fari í vegaframkvæmdir á þessu ári er sú upphæð langt frá þeim 65 milljörðum sem fullyrt var á iðnþingi í gær að þyrfti að setja í viðhald og nýframkvæmdir í vegakerfinu. En aðeins á þessu ári vantar tíu milljarða til að uppfylla samgönguáætlun sem samþykkt var á þingi fyrir áramót. „Málið er mjög brýnt. Við horfum upp á að það urðu mikil vonbrigði mjög víða á landinu vegna þess að fjárlög uppfylltu ekki nema lítinn hluta af metnaðarfullri samgönguáætlun síðasta árs. Við því ætlum við að reyna að bregðast núna. Það var mjög góður skilningur á þessu við ríkisstjórnarborðið, eðlilega. Vandinn kristallaðist svolítið eftir að við vorum búin að raða verkefnunum niður á það sem við höfðum til umráða,“ segir samgönguráðherra. Hann og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra aðeins ætla sér nokkra daga til að leggja fram tillögur um viðbótarfjármagn. En miðað við þau verkefni sem hann nefnir í forgangi fáist aukið fé til vegamála má ætlað að bætti verði við að minnsta kosti einum til tveimur milljörðum til framkvæmda á þessu ári.Verkefni í forgangi Í forgangi nefnir Jón Berufjörð, og að fjármagn verði til að byrja af krafti við Teigskógarveg þegar hann komi úr skipulagsferli síðar á árinu. „Við erum líka með mikil vandamál á Skógarströndinni. Við erum með Uxahryggjarleið og við erum með mikla þörf á Suðurlandi líka. Hún blasir við okkur alls staðar. Þannig að þetta eru kannski svona verkefnin; nú Dettifossvegurinn, svo ég nefni hann. Þetta eru kannski þau verkefni sem við hefðum gjarnan viljað, þrátt fyrir takmörkuð fjárráð, getað sett eitthvað í núna og myndu alveg örugglega vera í forgangi ef það kæmi viðbótarfjármagn,“ segir samgönguráðherra. Hann sem samgönguráðherra myndi að sjálfsögðu vilja fjármagna allt í samgönguáætluninni en hann geri sér ekki neinar vonir um að verði hægt. Ekki sé hægt að búast við að gríðarlega mikið fjármagn komi inn í samgöngumálin á næstu árum ef halda eigi nauðsynlegum aga í ríkisfjármálum því skattar verði ekki hækkaðir. Þess vegna verði að skoða aðrar fjármögnunarleiðir á stórum verkefnum. „Ef að við gætum tekið þessar stóru fjárfreku framkvæmdir út fyrir sviga, hér inn og út úr höfuðborgarsvæðinu, sem við blasir að þarf að fara í. Mjög brýnt eins og slysin sýna okkur. Þá auðvitað verða ruðningsáhrifin þau að við hefðum rikisfjármagnið til að stilla inn á framkvæmdir annars staðar á landinu og í önnur verkefni hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá myndum við sjá alvöru átak verða hér á nokkrum árum,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Framlög til vegamála verða aukin um hundruð milljóna króna á næstu dögum en ríkisstjórnin fól fjármálaráðherra og samgönguráðherra að koma með tillögur þar að lútandi á fundi sínum í dag. Samgönguráðherra segir vegabætur við Berufjörð og Dettifoss meðal framkvæmda á forgangslista. Við gerð síðustu fjárlaga samþykkti Alþingi að setja 4,5 milljarða til viðbótar í vegaframkvæmdir og eru heildarframlögin því um 17 milljarðar á þessu ári. Jón Gunnarsson samgönguráðherra vill láta skoða að setja vegtolla á helstu leiðir inn og út úr höfuðborgarsvæðinu, þannig að hægt sé að fara í stórar og dýrar framkvæmdir. Þótt 17 milljarðar fari í vegaframkvæmdir á þessu ári er sú upphæð langt frá þeim 65 milljörðum sem fullyrt var á iðnþingi í gær að þyrfti að setja í viðhald og nýframkvæmdir í vegakerfinu. En aðeins á þessu ári vantar tíu milljarða til að uppfylla samgönguáætlun sem samþykkt var á þingi fyrir áramót. „Málið er mjög brýnt. Við horfum upp á að það urðu mikil vonbrigði mjög víða á landinu vegna þess að fjárlög uppfylltu ekki nema lítinn hluta af metnaðarfullri samgönguáætlun síðasta árs. Við því ætlum við að reyna að bregðast núna. Það var mjög góður skilningur á þessu við ríkisstjórnarborðið, eðlilega. Vandinn kristallaðist svolítið eftir að við vorum búin að raða verkefnunum niður á það sem við höfðum til umráða,“ segir samgönguráðherra. Hann og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra aðeins ætla sér nokkra daga til að leggja fram tillögur um viðbótarfjármagn. En miðað við þau verkefni sem hann nefnir í forgangi fáist aukið fé til vegamála má ætlað að bætti verði við að minnsta kosti einum til tveimur milljörðum til framkvæmda á þessu ári.Verkefni í forgangi Í forgangi nefnir Jón Berufjörð, og að fjármagn verði til að byrja af krafti við Teigskógarveg þegar hann komi úr skipulagsferli síðar á árinu. „Við erum líka með mikil vandamál á Skógarströndinni. Við erum með Uxahryggjarleið og við erum með mikla þörf á Suðurlandi líka. Hún blasir við okkur alls staðar. Þannig að þetta eru kannski svona verkefnin; nú Dettifossvegurinn, svo ég nefni hann. Þetta eru kannski þau verkefni sem við hefðum gjarnan viljað, þrátt fyrir takmörkuð fjárráð, getað sett eitthvað í núna og myndu alveg örugglega vera í forgangi ef það kæmi viðbótarfjármagn,“ segir samgönguráðherra. Hann sem samgönguráðherra myndi að sjálfsögðu vilja fjármagna allt í samgönguáætluninni en hann geri sér ekki neinar vonir um að verði hægt. Ekki sé hægt að búast við að gríðarlega mikið fjármagn komi inn í samgöngumálin á næstu árum ef halda eigi nauðsynlegum aga í ríkisfjármálum því skattar verði ekki hækkaðir. Þess vegna verði að skoða aðrar fjármögnunarleiðir á stórum verkefnum. „Ef að við gætum tekið þessar stóru fjárfreku framkvæmdir út fyrir sviga, hér inn og út úr höfuðborgarsvæðinu, sem við blasir að þarf að fara í. Mjög brýnt eins og slysin sýna okkur. Þá auðvitað verða ruðningsáhrifin þau að við hefðum rikisfjármagnið til að stilla inn á framkvæmdir annars staðar á landinu og í önnur verkefni hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá myndum við sjá alvöru átak verða hér á nokkrum árum,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira