Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg urðu í dag þýskir meistarar þrátt fyrir 2-0 tap fyrir Freiburg á útivelli.
Það var Wolfsburg til happs að liðið í 2. sæti, Potsdam, steinlá fyrir Bayern München á heimavelli, 0-4, á sama tíma.
Þetta var aðeins annað tap Wolfsburg á tímabilinu en liðið hefur unnið 17 af 21 leik sínum. Einni umferð er ólokið í þýsku deildinni.
Sara Björk lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem hefur þrisvar sinnum orðið Þýskalandsmeistari.
Þetta er í fimmta sinn sem Sara Björk verður landsmeistari en hún varð fjórum sinnum sænskur meistari með Rosengård á sínum tíma.
Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem íslensk landsliðskona verður þýskur meistari. Dagný Brynjarsdóttir lék sama leik með Bayern München árið 2015.
Sara Björk þýskur meistari þrátt fyrir tap
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn

