Gróðursnautt land nýtt í herferð bænda Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Sauðfé á beit á íslensku hálendi. Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Markaðsráð sauðfjárbænda, Icelandic Lamb, hefur sent frá sér myndband sem sýnir frjálst sauðfé á beit á íslensku hálendi. Í myndbandinu sést fé rekið yfir gróðursnautt land. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, segir tugþúsundir ferkílómetra lands ekki hæfa til beitar.Ólafur Arnalds prófessorSauðfjárbændur og Landgræðslan hafa í sameiningu sett á laggirnar faghóp um kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, er formaður faghópsins. Hún segir myndbandið ekki gefa rétta mynd af sauðfjárrækt á Íslandi. „Þegar ég sá myndbandið fyrst þá hugsaði ég það sama, að þarna færi sauðfé um land sem væri ekki ákjósanlegt til beitar,“ segir Oddný Steina. „Hins vegar þarf að reka fé yfir sanda og því þarf ekki að vera að féð sé á þessum stöðum á beit.“ Dregin er upp sú mynd af markaðsráðinu að lambakjötið sé framleitt með sjálfbærum og hreinum hætti þar sem sauðfé hafi frá landnámi fengið að valsa frjálst um íslensk fjöll og firnindi frá landnámi. Skógræktarmenn hafa gagnrýnt þetta sjónarmið og segja sauðfé hafa frá landnámi verið hinn versta skaðvald þar sem gróðurþekja hafi horfið og landið fokið burt. Virðist vera að þessir tveir hópar, sauðfjárbændur og landgræðslumenn, komi sér ekki saman um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Ólafur Arnalds hefur í langan tíma rannsakað jarðvegsrof á Íslandi. Hann segir tugþúsundir ferkílómetra ekki beitarhæfa. „Menn hafa um langan tíma haft uppi varnaðarorð gagnvart ágangi búfjár á mjög illa förnu landi og það er vitað. Einnig er jarðrof nokkuð á Íslandi og sauðfé sækir í nýgræðinginn í rofabörðum. Því getur tiltölulega fátt fé haldið niðri framþróun gróðurs. Því þarf að kortleggja hvar beit er í lagi og hvar land er ekki hæft til beitar,“ segir Ólafur. Oddný Steina segir það alveg á hreinu að rannsóknir skorti í þessum málaflokki. „Það má endurskoða þau sjálfbærniviðmið varðandi beit. Einnig hef ég óskað eftir rannsóknum á því að sauðfjárbeit haldi aftur af gróðurframvindu en landgræðslumenn hafa ekki getað bent mér á þær rannsóknir.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira