Innlent

Varað við hálku á Reykjanesbraut og víðar um landið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hálka og hálkublettir eru á vegum víða um landið. Myndin er úr safni.
Hálka og hálkublettir eru á vegum víða um landið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm
Vegagerðin varar ökumenn við því að hálka sé á Reykjanesbrautinni í kvöld. Einnig eru hálkublettir mjög víða á Suður- og Suðvesturlandi. Í Hvalfirði er einnig hálka á vegum. Á Suðausturlandi er hálka frá Mýrdalssandi í Höfn en hálkublettir eru á öðrum leiðum. 

Á Vesturlandi og Vestfjörðum má víða finna hálku og hálkubletti en snjóþekja er á Dynjandisheiði. Þæfingsfærð er frá Bjarnarfirði og norður í Reykjafjörð á Ströndum. Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á vegum og á Austurlandi er hálka, snjóþekja eða krapi á vegum. 

Víða á að frysta í kvöld. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður hæg breytileg átt 5 - 13 stig á morgun og dálítil él á víð og dreif, en snjókoma eða slydda með köflum á austurhelmingi landsins. Hiti kringum frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×