Björt býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 18:20 Björt Ólafsdóttir býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11. Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11.
Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30