Vara við sjúkdómsvaldandi örverum í „sous vide“-eldun Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 14:13 Sous vide-eldun nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir ef eitthvað er að marka virkni Facebook-hópsins Sous vide á Íslandi. Vísir/getty Svokölluð „sous vide“-eldunaraðferð nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir. Matvælastofnun hefur birt ráðleggingar um öryggi neytenda sem leggja stund á sous vide-eldamennsku en ýmsar hættur geta skapast við matseldina. Í frétt Matvælastofnunar kemur fram að sous vide sé eldunaraðferð þar sem matvæli eru elduð við lágt hitastig í lofttæmdum, innsigluðum poka. Pokinn er að því búnu settur í vatnsbað eða gufu við hitastig frá 42°C upp í 70°C, venjulega í 1-7 klukkustundir en stundum í allt að 48 klukkustundir. Markmiðið með aðferðinni er að ná jafnri hitun á matvælunum, oftast nær kjötmeti, og tryggja að innsti hlutinn sé vel eldaður án þess þó að ofelda yfirborðið og viðhalda rakastigi. Matvælastofnun segir vert að hafa í huga að gæta þurfi fyllsta öryggis við undirbúning, eldun, kælingu og upphitun matvæla. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sjúkdómsvaldandi örverur geta lifað matseldina af. Kjörhiti margra matarsýkjandi baktería er á bilinu 5-60°C en þær geta því lifað af og fjölgað sér við sous vide-eldun. Þá geta örverur einnig vaxið við súrefnissnauðar aðstæður sem skapast í lofttæmdum umbúðum, til að mynda pokum til sous vide-eldunar. Matvælastofnun tekur einnig fram að sum matvæli henta ekki fyrir sous vide-eldun, til að mynda heilir fuglar og hakkað kjöt. Þá ber einnig að hafa í huga að mikilvægt er nota eldunaraðferðir sem duga til að drepa hugsanlegar skaðlegar bakteríur, þ.e. gerilsneyðingu. Gerilsneyðing fæst t.d. með því að ná 70°C í 2 mínútur í miðju matvæla. Matvælastofnun mælir einnig með að nota plastpoka sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir matvæli og eru sérstaklega hannaðir fyrir sous vide-matseld eða poka sem þola suðu. Sous vide nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir en þeir sem áhugasamir eru um aðferðina geta leitað ráða í Facebook-hópnum Sous vide á Íslandi.Hér að neðan má svo sjá glefsur úr umræðum um sous vide-eldamennsku á Twitter-síðum Íslendinga.Nú bíðum við... pic.twitter.com/t7CvRr6yXa— Petur Jonsson (@senordonpedro) October 22, 2016Var að borða svona sous vide lamb. Helvítis flottheit á miðvikudegi. Fæ ég inngöngu í félagið núna @Traustisig og @senordonpedro?— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) September 14, 2016 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Svokölluð „sous vide“-eldunaraðferð nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir. Matvælastofnun hefur birt ráðleggingar um öryggi neytenda sem leggja stund á sous vide-eldamennsku en ýmsar hættur geta skapast við matseldina. Í frétt Matvælastofnunar kemur fram að sous vide sé eldunaraðferð þar sem matvæli eru elduð við lágt hitastig í lofttæmdum, innsigluðum poka. Pokinn er að því búnu settur í vatnsbað eða gufu við hitastig frá 42°C upp í 70°C, venjulega í 1-7 klukkustundir en stundum í allt að 48 klukkustundir. Markmiðið með aðferðinni er að ná jafnri hitun á matvælunum, oftast nær kjötmeti, og tryggja að innsti hlutinn sé vel eldaður án þess þó að ofelda yfirborðið og viðhalda rakastigi. Matvælastofnun segir vert að hafa í huga að gæta þurfi fyllsta öryggis við undirbúning, eldun, kælingu og upphitun matvæla. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sjúkdómsvaldandi örverur geta lifað matseldina af. Kjörhiti margra matarsýkjandi baktería er á bilinu 5-60°C en þær geta því lifað af og fjölgað sér við sous vide-eldun. Þá geta örverur einnig vaxið við súrefnissnauðar aðstæður sem skapast í lofttæmdum umbúðum, til að mynda pokum til sous vide-eldunar. Matvælastofnun tekur einnig fram að sum matvæli henta ekki fyrir sous vide-eldun, til að mynda heilir fuglar og hakkað kjöt. Þá ber einnig að hafa í huga að mikilvægt er nota eldunaraðferðir sem duga til að drepa hugsanlegar skaðlegar bakteríur, þ.e. gerilsneyðingu. Gerilsneyðing fæst t.d. með því að ná 70°C í 2 mínútur í miðju matvæla. Matvælastofnun mælir einnig með að nota plastpoka sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir matvæli og eru sérstaklega hannaðir fyrir sous vide-matseld eða poka sem þola suðu. Sous vide nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir en þeir sem áhugasamir eru um aðferðina geta leitað ráða í Facebook-hópnum Sous vide á Íslandi.Hér að neðan má svo sjá glefsur úr umræðum um sous vide-eldamennsku á Twitter-síðum Íslendinga.Nú bíðum við... pic.twitter.com/t7CvRr6yXa— Petur Jonsson (@senordonpedro) October 22, 2016Var að borða svona sous vide lamb. Helvítis flottheit á miðvikudegi. Fæ ég inngöngu í félagið núna @Traustisig og @senordonpedro?— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) September 14, 2016
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira