Þverneituðu að taka byggingarkranann í Bæjarlind niður Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2017 10:25 Frá lokun í Bæjarlind vegna kranans. Vísir/Eyþór Verktakinn Fagsmíði varð ekki við því að taka niður byggingarkrana sem skapaði hættu í Bæjarlind síðastliðinn föstudag. Sami krani skapaði einnig hættu í Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. Vinnueftirlitið hafði gefið fyrirmæli eftir 8. febrúar að kraninn yrði tekinn niður en Fagsmíði brást ekki við þeim fyrirmælum. „Hann gaf í sjálfu sér enga ástæðu fyrir því,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, spurður hvaða svör verktakinn Fagsmíði gaf fyrir því að taka kranann ekki niður. Bæði 8. febrúar og síðastliðinn föstudag fór stormur yfir höfuðborgarsvæðið. Fjöldi byggingarkrana er á höfuðborgarsvæðinu, en þessi umræddi byggingarkrani er sá eini sem ekki virtist þola þann vind sem blés þessa tvo óveðursdaga, en byggingarkranar eiga að gera það.Lokuðu fyrir umferð Loka þurfti fyrir umferð í Bæjarlind báða þessa óveðursdaga vegna kranans og sagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi á föstudag þetta vera bagalegt mál því um væri að ræða afar fjölfarna verslunargötu. Þegar Fagsmíði varð ekki við fyrirmælum Vinnueftirlitsins um að taka kranann niður 8. febrúar síðastliðinn hafði Vinnueftirlitið samband við Landsbankann, sem er eigandi kranans en Fagsmíði leigir kranann af bankanum. Í síðustu viku barst síðan óveðurspá frá Veðurstofu Íslands og enn stóð kraninn þrátt fyrir fyrirmæli Vinnueftirlitsins.Leituðu til reynds mannskaps Þegar það var orðið endanlega ljóst að hvorki Fagsmíði né Landsbankinn ætlaði að taka kranann niður leitaði Vinnueftirlitið eftir aðstoð frá reyndum mannskap til að taka kranann niður síðastliðinn fimmtudag. „Það var gert þó það sé ekki gert ráð fyrir því í lögum. Hins vegar komst þessi mannskapur ekki í verkið því hann var að undirbúa sig fyrir storminn og að vinna aðfaranótt föstudag. Það var því ekki hægt,“ segir Eyjólfur. Vinnueftirlitið sendi því lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu formlegt erindi og bað um vöktun á tryggingu á svæðinu. Lokaði lögreglan í kjölfarið fyrir umferð í Bæjarlind klukkan 11 síðastliðinn föstudagsmorgun.Lofa að taka kranann niður í dag „Við gerum gallharða kröfu um það að kraninn verði tekinn niður. Umráðaaðilinn á að gera það, ef verktakinn gerir það þá gerir eigandinn það,“ segir Eyjólfur sem segist hafa fengið staðfestingu á því að Fagsmíði sé búið að fallast á að taka kranann niður. Ef hvorki Fagsmíði né Landsbankinn taka kranann niður í dag verða lagðar á dagsektir.Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Í frétt Vísis 27. febrúar er fjallað um byggingakrana sem stendur við Bæjarlind í Kópavogi en kraninn var fjármagnaður með kaupleigu hjá Landsbankanum. Umráðamaður kranans er byggingafélag sem vinnur að framkvæmdum í götunni.Í liðinni viku óskaði Vinnueftirlitið eftir því að kraninn yrði tekinn niður. Í samráði við umráðamann kranans leitaði Landsbankinn eftir aðstoð hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp og taka niður byggingakrana og óskaði eftir að kraninn yrði tekinn niður. Vegna anna hafði fyrirtækið því miður ekki tök á taka kranann niður þegar í stað.Á hinn bóginn könnuðu starfsmenn fyrirtækisins ástand kranans, m.a. hvort hann snerist undan vindi eins og hann á gera. Samkvæmt upplýsingum sem Landsbankinn fékk hjá umræddu fyrirtæki töldu starfsmenn þess ljóst að kraninn myndi standa af sér það veður sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í lok síðustu viku, eins og raunin var. Til stendur að taka kranann niður í þessari viku. Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira
Verktakinn Fagsmíði varð ekki við því að taka niður byggingarkrana sem skapaði hættu í Bæjarlind síðastliðinn föstudag. Sami krani skapaði einnig hættu í Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. Vinnueftirlitið hafði gefið fyrirmæli eftir 8. febrúar að kraninn yrði tekinn niður en Fagsmíði brást ekki við þeim fyrirmælum. „Hann gaf í sjálfu sér enga ástæðu fyrir því,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, spurður hvaða svör verktakinn Fagsmíði gaf fyrir því að taka kranann ekki niður. Bæði 8. febrúar og síðastliðinn föstudag fór stormur yfir höfuðborgarsvæðið. Fjöldi byggingarkrana er á höfuðborgarsvæðinu, en þessi umræddi byggingarkrani er sá eini sem ekki virtist þola þann vind sem blés þessa tvo óveðursdaga, en byggingarkranar eiga að gera það.Lokuðu fyrir umferð Loka þurfti fyrir umferð í Bæjarlind báða þessa óveðursdaga vegna kranans og sagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi á föstudag þetta vera bagalegt mál því um væri að ræða afar fjölfarna verslunargötu. Þegar Fagsmíði varð ekki við fyrirmælum Vinnueftirlitsins um að taka kranann niður 8. febrúar síðastliðinn hafði Vinnueftirlitið samband við Landsbankann, sem er eigandi kranans en Fagsmíði leigir kranann af bankanum. Í síðustu viku barst síðan óveðurspá frá Veðurstofu Íslands og enn stóð kraninn þrátt fyrir fyrirmæli Vinnueftirlitsins.Leituðu til reynds mannskaps Þegar það var orðið endanlega ljóst að hvorki Fagsmíði né Landsbankinn ætlaði að taka kranann niður leitaði Vinnueftirlitið eftir aðstoð frá reyndum mannskap til að taka kranann niður síðastliðinn fimmtudag. „Það var gert þó það sé ekki gert ráð fyrir því í lögum. Hins vegar komst þessi mannskapur ekki í verkið því hann var að undirbúa sig fyrir storminn og að vinna aðfaranótt föstudag. Það var því ekki hægt,“ segir Eyjólfur. Vinnueftirlitið sendi því lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu formlegt erindi og bað um vöktun á tryggingu á svæðinu. Lokaði lögreglan í kjölfarið fyrir umferð í Bæjarlind klukkan 11 síðastliðinn föstudagsmorgun.Lofa að taka kranann niður í dag „Við gerum gallharða kröfu um það að kraninn verði tekinn niður. Umráðaaðilinn á að gera það, ef verktakinn gerir það þá gerir eigandinn það,“ segir Eyjólfur sem segist hafa fengið staðfestingu á því að Fagsmíði sé búið að fallast á að taka kranann niður. Ef hvorki Fagsmíði né Landsbankinn taka kranann niður í dag verða lagðar á dagsektir.Landsbankinn hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Í frétt Vísis 27. febrúar er fjallað um byggingakrana sem stendur við Bæjarlind í Kópavogi en kraninn var fjármagnaður með kaupleigu hjá Landsbankanum. Umráðamaður kranans er byggingafélag sem vinnur að framkvæmdum í götunni.Í liðinni viku óskaði Vinnueftirlitið eftir því að kraninn yrði tekinn niður. Í samráði við umráðamann kranans leitaði Landsbankinn eftir aðstoð hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp og taka niður byggingakrana og óskaði eftir að kraninn yrði tekinn niður. Vegna anna hafði fyrirtækið því miður ekki tök á taka kranann niður þegar í stað.Á hinn bóginn könnuðu starfsmenn fyrirtækisins ástand kranans, m.a. hvort hann snerist undan vindi eins og hann á gera. Samkvæmt upplýsingum sem Landsbankinn fékk hjá umræddu fyrirtæki töldu starfsmenn þess ljóst að kraninn myndi standa af sér það veður sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í lok síðustu viku, eins og raunin var. Til stendur að taka kranann niður í þessari viku.
Tengdar fréttir Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28 Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45 Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira
Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Fjöldi útkalla vegna óveðurs. 8. febrúar 2017 12:28
Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. 24. febrúar 2017 10:45
Eigandi kranans í Bæjarlind sinnti ekki fyrirmælum um að taka hann niður Sami byggingarkrani og lokaði Bæjarlind 8. febrúar síðastliðinn. 24. febrúar 2017 12:02