Lionel Messi var rændur marki í fyrri hálfleik í toppslag Valencia og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni.
Eftir hálftíma leik átti Messi skot sem Neto, markvörður Valencia, varði en missti í gegnum klofið á sér og inn.
Boltinn fór greinilega inn fyrir marklínuna en markið var ekki dæmt gott og gilt.
Ótrúlegt atvik sem má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ekki er notast við myndbandsdómgæslu í spænsku úrvalsdeildinni. Hún verður tekin þar upp á næsta tímabili.
Staðan í leiknum er markalaus en fylgjast má með honum í beinni textalýsingu með því að smella hér.
