Innlent

Lögregla þurfti að reka ferðamenn af ísnum á Jökulsárlóni

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögreglan hefur verið kölluð út þó nokkrum sinnum síðustu ár vegna ferðamanna sem ganga út á ísinn á Jökulsárlóni.
Lögreglan hefur verið kölluð út þó nokkrum sinnum síðustu ár vegna ferðamanna sem ganga út á ísinn á Jökulsárlóni. Ragnar Unnarsson
Fjöldi ferðamanna fór út á ísinn á Jökulsárlóni fyrr í dag og þurfti að kalla til lögreglu til að reka fólkið í land. Meðal þeirra sem fóru út á ísinn voru brúðhjón í myndatöku.

Ragnar Unnarsson leiðsögumaður sá fólkið og hafði samband við starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs. Lögreglan mætti í kjölfarið og kallaði til fólksins að það þyrfti að fara af ísnum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru sumir komnir langt út á ísinn. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan þarf að hafa afskipti af fólki sem fer út á ísinn. Björgunarsveitir hafa tekið upp á því að vakta Jökulsárlón svo að fólk fari ekki út á ísinn og einnig er skilti á staðnum þar sem þetta er brýnt fyrir fólki.

Brúðhjón fóru út á ísinn til að láta mynda sig.Ragnar Unnarsson
Ferðamennirnir voru sannarlega komnir á hálan ís.Ragnar Unnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×