Grunur um stórfelld undanskot frá skatti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 06:00 Dótturfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar sætir rannsókn vegna gruns um skattsvik undirverktaka sinna. Vísir/Valli Öryggisfyrirtækið 115 Security sætir nú rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna gruns um aðild að meintum skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins á árunum 2011 til 2014. Um er að ræða samninga sem fyrirtækið hafði gert við undirverktakana um mönnun öryggisgæslu upp á allt að 700 milljónir króna. 115 Security er eitt af fjórum dótturfélögum Öryggismiðstöðvarinnar, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri 115 Security segir fyrirtækið hafa verið dregið inn í rannsóknina að ósekju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að um hafi verið að ræða svarta starfsemi og svokallaða gerviverktöku, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi, og að rúmlega 400 milljónum króna hafi verið stungið undan skatti. Er meðal annars til rannsóknar hvort öryggisfyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum, en undirverktakarnir, sem eru níu talsins, eru allir komnir í gjaldþrot og hafa hætt starfsemi. Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security, segir það af og frá að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í meintum svikum og furðar sig á því að það sé dregið inn í rannsóknina – enda hafi það ávallt staðið í skilum. Verktakasamningum hafi sömuleiðis verið rift um leið og fyrirtækinu hafi verið gert viðvart um hugsanleg skattsvik. „Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu. Það er verið að rannsaka skattskil hjá undirverktökum fyrirtækisins, og verið að blanda okkur inn í málið algjörlega að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væru í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik rannsókn hafa hafist árið 2014 en hann viti ekki hve langt hún er komin. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en að rannsókn lokinni mun embættið meta hvort tilefni sé til að senda málið áfram til héraðssaksóknara, sem getur svo gefið út ákæru. Móðurfélag 115 Security, Öryggismiðstöð Íslands, var sett í söluferli í lok apríl. Hætt var við söluna um þremur mánuðum síðar þegar eigendurnir fengu ekki þau tilboð sem þeir vonuðust eftir – rúmlega þrjá milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Öryggisfyrirtækið 115 Security sætir nú rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna gruns um aðild að meintum skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins á árunum 2011 til 2014. Um er að ræða samninga sem fyrirtækið hafði gert við undirverktakana um mönnun öryggisgæslu upp á allt að 700 milljónir króna. 115 Security er eitt af fjórum dótturfélögum Öryggismiðstöðvarinnar, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri 115 Security segir fyrirtækið hafa verið dregið inn í rannsóknina að ósekju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að um hafi verið að ræða svarta starfsemi og svokallaða gerviverktöku, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi, og að rúmlega 400 milljónum króna hafi verið stungið undan skatti. Er meðal annars til rannsóknar hvort öryggisfyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum, en undirverktakarnir, sem eru níu talsins, eru allir komnir í gjaldþrot og hafa hætt starfsemi. Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security, segir það af og frá að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í meintum svikum og furðar sig á því að það sé dregið inn í rannsóknina – enda hafi það ávallt staðið í skilum. Verktakasamningum hafi sömuleiðis verið rift um leið og fyrirtækinu hafi verið gert viðvart um hugsanleg skattsvik. „Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu. Það er verið að rannsaka skattskil hjá undirverktökum fyrirtækisins, og verið að blanda okkur inn í málið algjörlega að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væru í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik rannsókn hafa hafist árið 2014 en hann viti ekki hve langt hún er komin. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en að rannsókn lokinni mun embættið meta hvort tilefni sé til að senda málið áfram til héraðssaksóknara, sem getur svo gefið út ákæru. Móðurfélag 115 Security, Öryggismiðstöð Íslands, var sett í söluferli í lok apríl. Hætt var við söluna um þremur mánuðum síðar þegar eigendurnir fengu ekki þau tilboð sem þeir vonuðust eftir – rúmlega þrjá milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira