Loftleiðamenn vildu kaupa Boeing 747 þotur árið 1972 Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2017 21:30 Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux. Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Loftleiðir voru við það að kaupa tvær júmbó-þotur skömmu fyrir sameiningu flugfélaganna árið 1973, segir Jóhannes Einarsson verkfræðingur, einn helsti samstarfsmaður Alfreðs Elíassonar á velgengnisárum Loftleiða. Þetta kom fram í tíu mínútna viðtali við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið á Stöð 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan.Jóhannes Einarsson starfaði hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum á árunum 1962 til 1978 og hjá Cargolux frá 1978 til 1995.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhannes segir að árið 1972 hafi hann, ásamt þeim Kristni Olsen og Martin Petersen, farið fyrir hönd Loftleiða til viðræðna við Boeing-verksmiðjurnar. Þær hafi síðan gert Loftleiðum tilboð um kaup á tveimur Boeing 747-200 þotum. Í framhaldinu hafi Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, ritað undir viljayfirlýsingu um kaup á þotunum. „En það fékkst ekki samþykkt í stjórn Loftleiða. Sigurður Helgason var algerlega á móti því að fara út í Boeing 747,” segir Jóhannes, sem telur það hafa verið mistök að kaupa ekki jumbo-þoturnar á þessum tíma.Mynd sem Boeing lét teikna af stjórn Loftleiða árið 1972 með líkan af Boeing 747 á borðinu. Myndin er í eigu Flugminjasafns Íslands á Akureyri. Takið eftir Boeing 727 þotu, sem mótar fyrir í glugganum fyrir aftan, en keppinauturinn, Flugfélag Íslands, rak tvær slíkar þotur á þessum tíma.Jóhannes var maðurinn sem Alfreð Elíasson og Loftleiðamenn buðu fram sem forstjóra Flugleiða gegn Sigurði Helgasyni eftir sameiningu flugfélaganna. Hann var ráðinn til Loftleiða árið 1962 og var fyrsta verkefni hans að hafa umsjón með smíði skrifstofubyggingar félagsins og flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli, sem varð að Loftleiðahótelinu. Jóhannes varð síðar einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. Hann var jafnframt lykilmaður í stofnun Cargolux í Lúxemborg en sagði upp hjá störfum hjá Flugleiðum árið 1978 til að taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Cargolux.
Tengdar fréttir Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15
Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð. Þetta kom fram í viðtali við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 19. apríl 2017 20:15