Kom kærastanum á óvart með myndavélinni sem hann missti í Kirkjufellsfoss Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 08:42 Þau Ryan Wright og Laurel Anne munu aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni. Laurel Anne Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira