Fótbolti

Messi borgar sekt í stað þess að sitja í fangelsi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril.
Lionel Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril. vísir/getty
Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi þarf ekki að sitja í fangelsi vegna skattsvika, samkvæmt frétt frá BBC.

Messi var dæmdur í 21. mánaða skilorðsbundna fangelsisvist á Spáni fyrir skattalagabrot fyrir um ári síðan. Spænskir dómstólar hafa nú úrskurðað að Messi beri að greiða sekt í stað þess að sitja inni.

Sektin hljóðar upp á 252 þúsund evrur, eða tæpar 30 milljónir íslenskra króna. Ásamt fangelsisdómnum hafði honum áður verið gert að greiða 2 milljónir evra í sekt, og því hafa skattalagabrotin samtals kostað Messi um 265 milljónir króna fyrir utan málskostnað.

Nýlega skrifaði Messi undir nýjan samning hjá Barcelona sem tryggir honum um 66 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Hann mun því geta greitt þessar sektir með laununum sem hann fær á einum mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×