Erlent

Mannrán náðist á myndband

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn sést grípa í hár konunnar og draga hana inn í bíl.
Maðurinn sést grípa í hár konunnar og draga hana inn í bíl. Vísir/Skjáskot
Lögregla í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum leitar nú að konu eftir að henni var rænt. Myndband af mannráninu náðist á öryggismyndavél. NBC-fréttastofan greinir frá.

Í myndbandinu sést konan tala við karlmann, sem grípur skyndilega í hár hennar og hendir henni inn í bifreið á götunni við hlið þeirra. Samkvæmt lögregluyfirvöldum á svæðinu var önnur manneskja í farþegasæti bifreiðarinnar sem hendir einhverju út um gluggann.

Ekki er vitað hvað konan heitir en lögregla telur að hún og maðurinn sem rændi henni hafi þekkst.

Myndbandið af mannráninu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×