Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Benedikt Bóas skrifar 16. mars 2017 07:00 Maðurinn sem grunaður er um að hafa gengið í skrokk á kærustu sinni í Texas er með nokkur mál á borðum lögreglunnar. NordicPhots/Getty Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. Sú er varð fyrir ofbeldi mannsins á Four Seasons hótelinu í borginni segir í samtali við Fréttablaðið manninn hafa verið drukkinn þegar atvikið átti sér stað. „Það ætlar sér enginn að kynnast manneskju sem lemur konur. Það ætlar sér enginn að vera í þessari stöðu. En þetta er erfitt fyrir alla og sérstaklega hann því hann er lasinn og þarf fyrst og fremst að fá hjálp,“ segir hún. Að öðrum kosti vildi hún ekki tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru mál á hendur manninum til skoðunar hjá rannsóknardeildinni. Málin eru enn til meðferðar og ekki búið að ljúka þeim. Fyrrverandi sambýliskona hans til 17 ára lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hans hálfu í blaðinu í gær. Þar sagði hún manninn hafa margoft gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótað henni meðal annars með hníf. Hún lýsti því að hún hefði margoft hringt á lögregluna og beðið um aðstoð en kærurnar hafi orðið fáar vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá hafi hún logið til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Konan fór frá honum árið 2015 og sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga um með neyðarhnapp vegna alvöru málsins. Til að geta slitið sambúð þeirra þurfti Hæstiréttur að skipa skiptastjóra yfir búi þeirra. Eftir að dómur féll í einkamáli í Hæstarétti birti maðurinn rógburð um tvo dómara. Þeir stefndu honum vegna ummælanna. Var málinu lokið með sátt og birti maðurinn afsökunarbeiðni á Facebook-vegg sínum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. Sú er varð fyrir ofbeldi mannsins á Four Seasons hótelinu í borginni segir í samtali við Fréttablaðið manninn hafa verið drukkinn þegar atvikið átti sér stað. „Það ætlar sér enginn að kynnast manneskju sem lemur konur. Það ætlar sér enginn að vera í þessari stöðu. En þetta er erfitt fyrir alla og sérstaklega hann því hann er lasinn og þarf fyrst og fremst að fá hjálp,“ segir hún. Að öðrum kosti vildi hún ekki tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru mál á hendur manninum til skoðunar hjá rannsóknardeildinni. Málin eru enn til meðferðar og ekki búið að ljúka þeim. Fyrrverandi sambýliskona hans til 17 ára lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hans hálfu í blaðinu í gær. Þar sagði hún manninn hafa margoft gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótað henni meðal annars með hníf. Hún lýsti því að hún hefði margoft hringt á lögregluna og beðið um aðstoð en kærurnar hafi orðið fáar vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá hafi hún logið til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Konan fór frá honum árið 2015 og sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga um með neyðarhnapp vegna alvöru málsins. Til að geta slitið sambúð þeirra þurfti Hæstiréttur að skipa skiptastjóra yfir búi þeirra. Eftir að dómur féll í einkamáli í Hæstarétti birti maðurinn rógburð um tvo dómara. Þeir stefndu honum vegna ummælanna. Var málinu lokið með sátt og birti maðurinn afsökunarbeiðni á Facebook-vegg sínum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira