Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2017 16:20 Frá meðferð sakamálsins fyrir dómi. Vísir/Anton Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira