Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2017 16:20 Frá meðferð sakamálsins fyrir dómi. Vísir/Anton Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira