Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, er óhress með kosningar sunnudagsins. Nordicphotos/AFP Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Sama dag greindu forsvarsmenn breska fyrirtækisins Smartmatic, sem sáu Venesúelamönnum fyrir kosningakerfinu, frá því að yfirvöld hefðu stórlega ýkt kjörsókn á sunnudag. Munurinn á kjörsóknartölum fyrirtækisins og yfirvalda væri að minnsta kosti milljón kjósendur og því gæti fyrirtækið ekki ábyrgst að úrslit kosninganna væru rétt. Þessum fullyrðingum hefur Maduro þó hafnað. Samkvæmt yfirvöldum kusu um átta milljónir, sem þýðir 42 prósenta kjörsókn. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar telja þó að kjörsókn hafi verið mun lægri, allt niður í tvær milljónir. Ríkissaksóknarinn greindi frá því í gær að hún hefði skipað tvo saksóknara til að rannsaka fjóra af fimm yfirmönnum kosningastjórnar í landinu „fyrir þetta reginhneyksli sem gæti orðið kveikjan að enn meira ofbeldi í ríkinu en við höfum séð til þessa“. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga var afar umdeild. Maduro vill að nýtt stjórnlagaráð semji stjórnarskrá sem á að koma í stað stjórnarskrárinnar sem samin var árið 1999 í forsetatíð læriföður Maduro, Hugo Chavez. Samkvæmt könnun Dataanalisis frá því nítjánda júlí voru 72,7 prósent aðspurðra ósammála ákvörðun Maduro um að boða til kosninga. Álíka niðurstöður birtust í könnunum Hercon, Pronóstico, Meganalisis, Ceca, UCV, Datincorp og MORE Consulting. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Sama dag greindu forsvarsmenn breska fyrirtækisins Smartmatic, sem sáu Venesúelamönnum fyrir kosningakerfinu, frá því að yfirvöld hefðu stórlega ýkt kjörsókn á sunnudag. Munurinn á kjörsóknartölum fyrirtækisins og yfirvalda væri að minnsta kosti milljón kjósendur og því gæti fyrirtækið ekki ábyrgst að úrslit kosninganna væru rétt. Þessum fullyrðingum hefur Maduro þó hafnað. Samkvæmt yfirvöldum kusu um átta milljónir, sem þýðir 42 prósenta kjörsókn. Gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar telja þó að kjörsókn hafi verið mun lægri, allt niður í tvær milljónir. Ríkissaksóknarinn greindi frá því í gær að hún hefði skipað tvo saksóknara til að rannsaka fjóra af fimm yfirmönnum kosningastjórnar í landinu „fyrir þetta reginhneyksli sem gæti orðið kveikjan að enn meira ofbeldi í ríkinu en við höfum séð til þessa“. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að boða til kosninga var afar umdeild. Maduro vill að nýtt stjórnlagaráð semji stjórnarskrá sem á að koma í stað stjórnarskrárinnar sem samin var árið 1999 í forsetatíð læriföður Maduro, Hugo Chavez. Samkvæmt könnun Dataanalisis frá því nítjánda júlí voru 72,7 prósent aðspurðra ósammála ákvörðun Maduro um að boða til kosninga. Álíka niðurstöður birtust í könnunum Hercon, Pronóstico, Meganalisis, Ceca, UCV, Datincorp og MORE Consulting.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira