Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Benedikt Bóas skrifar 20. mars 2017 07:00 Artur Jarmoszko var leitað í fjörum í nágrenni Reykjavíkur. Leit hefur nú verið hætt og verður ekki fram haldið nema nýjar vísbendingar berist. Vísir/vilhelm „Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ segir Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands.Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta fleiri myndir en eina og jafnvel myndbönd, þegar lýst eftir fólki.vísir/anton brinkHeiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar. „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða en hún vinnur einnig að því að rannsaka hlutverk sjónskynjunar í lesblindu (mögulegum þátttakendum, bæði lesblindum og ekki lesblindum, er bent á að hafa samband í tölvupósti: skynjun@hi.is). Hún bendir á að myndir séu oft nægilega góðar fyrir þá sem þekkja viðkomandi en dugi ekki fyrir aðra. Á upplýsingaöld þar sem margir birta myndbönd af sjálfum sér er betra fyrir heilann að skynja myndbönd af ókunnugum aðila. „Þótt það sé óljóst hvort það mun hjálpa þá verður það aldrei verra en að setja bara eina mynd, sem er jafnvel tekin úr öryggismyndavél í lágri upplausn. Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06 Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
„Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ segir Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands.Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta fleiri myndir en eina og jafnvel myndbönd, þegar lýst eftir fólki.vísir/anton brinkHeiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar. „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða en hún vinnur einnig að því að rannsaka hlutverk sjónskynjunar í lesblindu (mögulegum þátttakendum, bæði lesblindum og ekki lesblindum, er bent á að hafa samband í tölvupósti: skynjun@hi.is). Hún bendir á að myndir séu oft nægilega góðar fyrir þá sem þekkja viðkomandi en dugi ekki fyrir aðra. Á upplýsingaöld þar sem margir birta myndbönd af sjálfum sér er betra fyrir heilann að skynja myndbönd af ókunnugum aðila. „Þótt það sé óljóst hvort það mun hjálpa þá verður það aldrei verra en að setja bara eina mynd, sem er jafnvel tekin úr öryggismyndavél í lágri upplausn. Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06 Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06
Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54
Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14