Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Benedikt Bóas skrifar 20. mars 2017 07:00 Artur Jarmoszko var leitað í fjörum í nágrenni Reykjavíkur. Leit hefur nú verið hætt og verður ekki fram haldið nema nýjar vísbendingar berist. Vísir/vilhelm „Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ segir Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands.Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta fleiri myndir en eina og jafnvel myndbönd, þegar lýst eftir fólki.vísir/anton brinkHeiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar. „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða en hún vinnur einnig að því að rannsaka hlutverk sjónskynjunar í lesblindu (mögulegum þátttakendum, bæði lesblindum og ekki lesblindum, er bent á að hafa samband í tölvupósti: skynjun@hi.is). Hún bendir á að myndir séu oft nægilega góðar fyrir þá sem þekkja viðkomandi en dugi ekki fyrir aðra. Á upplýsingaöld þar sem margir birta myndbönd af sjálfum sér er betra fyrir heilann að skynja myndbönd af ókunnugum aðila. „Þótt það sé óljóst hvort það mun hjálpa þá verður það aldrei verra en að setja bara eina mynd, sem er jafnvel tekin úr öryggismyndavél í lágri upplausn. Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06 Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
„Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ segir Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands.Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta fleiri myndir en eina og jafnvel myndbönd, þegar lýst eftir fólki.vísir/anton brinkHeiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar. „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða en hún vinnur einnig að því að rannsaka hlutverk sjónskynjunar í lesblindu (mögulegum þátttakendum, bæði lesblindum og ekki lesblindum, er bent á að hafa samband í tölvupósti: skynjun@hi.is). Hún bendir á að myndir séu oft nægilega góðar fyrir þá sem þekkja viðkomandi en dugi ekki fyrir aðra. Á upplýsingaöld þar sem margir birta myndbönd af sjálfum sér er betra fyrir heilann að skynja myndbönd af ókunnugum aðila. „Þótt það sé óljóst hvort það mun hjálpa þá verður það aldrei verra en að setja bara eina mynd, sem er jafnvel tekin úr öryggismyndavél í lágri upplausn. Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06 Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lokið Rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur er lokið og verður málið sent til héraðssaksóknara á morgun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu nú síðdegis. 16. mars 2017 19:06
Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54
Lögreglan birtir mynd af Artur sem fengin er úr eftirlitsmyndavél í miðborginni Síðast er vitað um ferðir hans í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 10. mars 2017 22:14