Kínverjar drápu fjölda njósnara CIA Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 08:49 Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent