Kínverjar drápu fjölda njósnara CIA Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 08:49 Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira