Kaupandi boðar málaferli gegn ríkinu vegna jarðarinnar Fells við Jökulsárlón Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Umhverfisráðherra vonar að Jökulsárlón verði allt innan þjóðgarðs Vatnajökuls. vísir/valli Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir ríkissjóð vera réttmætan eiganda Fells við Jökulsárlón og verður gengið frá afsali til ríkissjóðs á næstu dögum. Embættið telur yfirlýsingu ríkissjóðs hafa komið innan lögbundins frests. Stjórnarformaður Fögrusala ehf. segist ætla með málið fyrir dómstóla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frestur ríkisins til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., á jörðinni Felli í Suðursveit, hafi verið liðinn þegar ríkið gaf út tilkynningu um að það hygðist nýta forkaupsrétt sinn. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Anna Birna Þráinsdóttir, sagði málið í vinnslu innan embættisins.Gísli HjálmtýssonÁlit sýslumannsins á Suðurlandi er að ekki sé rétt að miða frest ríkisins við þann dag þegar tilboði Fögrusala var tekið þann 4. nóvember heldur ætti að miða frest ríkisins við 11. nóvember, viku seinna, því þá var gengið frá samningi við fyrirtækið. Þess vegna hafi frestur ríkisins verið til 11. janúar. Þessa túlkun gagnrýnir Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala ehf., en í lögum um náttúruvernd er skýrt kveðið á um að ríkið hafi sextíu daga til að nýta forkaupsrétt á jörðum á náttúruminjaskrá frá þeim degi þegar tilboði er tekið. „Við unum að sjálfsögðu ekki þessu áliti sýslumannsins á Suðurlandi og munum leita réttar okkar fyrir dómi,“ sagði Gísli.Helga Árnadóttir„Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Við ætluðum okkur stóra hluti en þurfum að bíða enn um sinn,“ bætir Gísli við. Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla Íslands og einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum. Ört stækkandi ferðaþjónusta kallar á frekari uppbyggingu á landinu öllu og þá einna helst á helstu viðkomustöðum ferðamanna á ferð sinni um landið. „Við höfum lengi beðið eftir uppbyggingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Jökulsárlón heim á hverjum degi og því mikilvægt að hafist verði handa sem fyrst við uppbyggingu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ef rétt reynist að uppbygging frestist um lengri tíma er það auðvitað slæmt fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.“ Fjármálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og forsætisráðuneyti munu nú skoða málið í framhaldi af áliti sýslumanns á Suðurlandi og fara yfir það hvernig jörðinni verður stýrt. Ekki hefur enn verið ákveðið hjá hinu opinbera hvernig eigi að ráðstafa jörðinni eða hvernig eigi að nýta hana. Kaupverðið var 1.520 milljónir króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losa sig við sig Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir ríkissjóð vera réttmætan eiganda Fells við Jökulsárlón og verður gengið frá afsali til ríkissjóðs á næstu dögum. Embættið telur yfirlýsingu ríkissjóðs hafa komið innan lögbundins frests. Stjórnarformaður Fögrusala ehf. segist ætla með málið fyrir dómstóla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frestur ríkisins til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., á jörðinni Felli í Suðursveit, hafi verið liðinn þegar ríkið gaf út tilkynningu um að það hygðist nýta forkaupsrétt sinn. Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Anna Birna Þráinsdóttir, sagði málið í vinnslu innan embættisins.Gísli HjálmtýssonÁlit sýslumannsins á Suðurlandi er að ekki sé rétt að miða frest ríkisins við þann dag þegar tilboði Fögrusala var tekið þann 4. nóvember heldur ætti að miða frest ríkisins við 11. nóvember, viku seinna, því þá var gengið frá samningi við fyrirtækið. Þess vegna hafi frestur ríkisins verið til 11. janúar. Þessa túlkun gagnrýnir Gísli Hjálmtýsson, stjórnarformaður Fögrusala ehf., en í lögum um náttúruvernd er skýrt kveðið á um að ríkið hafi sextíu daga til að nýta forkaupsrétt á jörðum á náttúruminjaskrá frá þeim degi þegar tilboði er tekið. „Við unum að sjálfsögðu ekki þessu áliti sýslumannsins á Suðurlandi og munum leita réttar okkar fyrir dómi,“ sagði Gísli.Helga Árnadóttir„Í mörg ár hefur verið beðið eftir uppbyggingu á svæðinu sem enn mun tefjast á meðan málið er fyrir dómstólum. Við ætluðum okkur stóra hluti en þurfum að bíða enn um sinn,“ bætir Gísli við. Jökulsárlón er ein helsta náttúruperla Íslands og einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum. Ört stækkandi ferðaþjónusta kallar á frekari uppbyggingu á landinu öllu og þá einna helst á helstu viðkomustöðum ferðamanna á ferð sinni um landið. „Við höfum lengi beðið eftir uppbyggingu við Jökulsárlón sem er löngu orðin brýn. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Jökulsárlón heim á hverjum degi og því mikilvægt að hafist verði handa sem fyrst við uppbyggingu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ef rétt reynist að uppbygging frestist um lengri tíma er það auðvitað slæmt fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni.“ Fjármálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti og forsætisráðuneyti munu nú skoða málið í framhaldi af áliti sýslumanns á Suðurlandi og fara yfir það hvernig jörðinni verður stýrt. Ekki hefur enn verið ákveðið hjá hinu opinbera hvernig eigi að ráðstafa jörðinni eða hvernig eigi að nýta hana. Kaupverðið var 1.520 milljónir króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losa sig við sig Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00
Ætla ekki að una niðurstöðu um að ríkið eignist Fell Sýslumannsembættið á Suðurlandi ætlar á næstu dögum að ganga frá kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, sem nær yfir stóran hluta Jökulsárlóns. Hluthafar í félagi sem áður hafði fengið samþykkt tilboð í jörðina, segja tilboð ríkisins aftur á móti vera ólöglegt þar sem það hafi borist of seint. Farið verður með málið fyrir dómstóla. 12. janúar 2017 19:30
Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47