Segja auðvelt fyrir óprúttna aðila að villa á sér heimildir á samfélagsmiðlinum Yellow Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. janúar 2017 13:04 Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow Skjáskot Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow sem hægt er að sækja í alla snjallsíma. Áhyggjurnar snúa að því að börn geta notað forritið til þess að kynnast öðrum börnum á svipaðan hátt og fullorðnir nota forritið Tinder. Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að áhyggjur vegna þessa nýja smáforrits hafi komið inn á borð samtakanna. „Sumir hafa lýst þessu svona eins og Tinder fyrir börn og unglinga og að það sé í rauninni auðvelt að villa á sér heimildir í þessu forriti. Fyrir utan það að krakkar hafa kannski ekki endilega mikinn þroska tli að vera að takast á við það sem felst í því að fá svona hjarta og allt þetta eftir áhuga. Þetta getur verið vandmeðfarið og það þarf ákveðinn þroska til. En þess fyrir utan þá er auðvelt að villa á sér heimildir þarna inni,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu.Vara við notkun Yellow Hrefna segir að umræða um þetta smáforrit hafi skotið upp kollinu í umræðum foreldra á samfélagsmiðlum þar sem þeir vara aðra við notkun þess „Það er ansi margt sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir og þá skjóta upp kollinum af og til einhver svona misjöfn smáforrit sem er alveg full ástæða til að vara fólk við.“ Áhyggjur foreldra og og skólastjórnenda lúta meðal annars að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við börn sem og að notkun á forriti sem þessu geti haft áhrif á andlega líðan barna. „Þetta er mikið áreiti og þetta hefur líka áhrif á sjálfsmyndina. Börn og unglingar eru auðvitað að móta sína sjálfsmynd og með því að gera það eru þau alltaf að horfa til annarra. Nú er hins vegar bara breytt landslag, við höfum þessa tækni. Það er mjög auðvelt nú orðið að bera sig saman við aðra. Þessi samanburður getur verið mjög erfiður af því hann er svo stöðugur og mikill. Það er þessi glansmynd sem er kynnt, auðvitað á samfélagsmiðlum og svo líka bara í fjölmiðlum, sem er verið að sækjast eftir og er voða erfitt að ná. Það er hamrað á þessu alla daga og þeim finnst þau þurfa að vera að eltast við þetta.“ Hrefna segir áríðandi að foreldrar fylgist með því sem börn sín eru að gera á neti þá sérstaklega í gegnum snjallsímana. „Það er hlutur foreldra að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að nota og hafa stjórn á því eins og hægt er. Og eins líka bara að sýna því áhuga hvað þau eru að gera til að geta kannski tekið þennan bolta. Það er alltaf betra að taka þetta í samtali og með samþykki. Þetta eru sömu atriði sem við erum að reyna að kenna börnum og unglingum og það er að fara vel með sínar persónuupplýsingar og taka ekki þátt í einhverju sem þau vita ekki hvað er. Eins að þau þurfa að gæta þess líka að það eru ekki alltaf allir þeir sem þeir segjast vera.“ Tengdar fréttir Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow sem hægt er að sækja í alla snjallsíma. Áhyggjurnar snúa að því að börn geta notað forritið til þess að kynnast öðrum börnum á svipaðan hátt og fullorðnir nota forritið Tinder. Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að áhyggjur vegna þessa nýja smáforrits hafi komið inn á borð samtakanna. „Sumir hafa lýst þessu svona eins og Tinder fyrir börn og unglinga og að það sé í rauninni auðvelt að villa á sér heimildir í þessu forriti. Fyrir utan það að krakkar hafa kannski ekki endilega mikinn þroska tli að vera að takast á við það sem felst í því að fá svona hjarta og allt þetta eftir áhuga. Þetta getur verið vandmeðfarið og það þarf ákveðinn þroska til. En þess fyrir utan þá er auðvelt að villa á sér heimildir þarna inni,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu.Vara við notkun Yellow Hrefna segir að umræða um þetta smáforrit hafi skotið upp kollinu í umræðum foreldra á samfélagsmiðlum þar sem þeir vara aðra við notkun þess „Það er ansi margt sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir og þá skjóta upp kollinum af og til einhver svona misjöfn smáforrit sem er alveg full ástæða til að vara fólk við.“ Áhyggjur foreldra og og skólastjórnenda lúta meðal annars að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við börn sem og að notkun á forriti sem þessu geti haft áhrif á andlega líðan barna. „Þetta er mikið áreiti og þetta hefur líka áhrif á sjálfsmyndina. Börn og unglingar eru auðvitað að móta sína sjálfsmynd og með því að gera það eru þau alltaf að horfa til annarra. Nú er hins vegar bara breytt landslag, við höfum þessa tækni. Það er mjög auðvelt nú orðið að bera sig saman við aðra. Þessi samanburður getur verið mjög erfiður af því hann er svo stöðugur og mikill. Það er þessi glansmynd sem er kynnt, auðvitað á samfélagsmiðlum og svo líka bara í fjölmiðlum, sem er verið að sækjast eftir og er voða erfitt að ná. Það er hamrað á þessu alla daga og þeim finnst þau þurfa að vera að eltast við þetta.“ Hrefna segir áríðandi að foreldrar fylgist með því sem börn sín eru að gera á neti þá sérstaklega í gegnum snjallsímana. „Það er hlutur foreldra að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að nota og hafa stjórn á því eins og hægt er. Og eins líka bara að sýna því áhuga hvað þau eru að gera til að geta kannski tekið þennan bolta. Það er alltaf betra að taka þetta í samtali og með samþykki. Þetta eru sömu atriði sem við erum að reyna að kenna börnum og unglingum og það er að fara vel með sínar persónuupplýsingar og taka ekki þátt í einhverju sem þau vita ekki hvað er. Eins að þau þurfa að gæta þess líka að það eru ekki alltaf allir þeir sem þeir segjast vera.“
Tengdar fréttir Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Sjá meira
Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00