Segja auðvelt fyrir óprúttna aðila að villa á sér heimildir á samfélagsmiðlinum Yellow Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. janúar 2017 13:04 Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow Skjáskot Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow sem hægt er að sækja í alla snjallsíma. Áhyggjurnar snúa að því að börn geta notað forritið til þess að kynnast öðrum börnum á svipaðan hátt og fullorðnir nota forritið Tinder. Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að áhyggjur vegna þessa nýja smáforrits hafi komið inn á borð samtakanna. „Sumir hafa lýst þessu svona eins og Tinder fyrir börn og unglinga og að það sé í rauninni auðvelt að villa á sér heimildir í þessu forriti. Fyrir utan það að krakkar hafa kannski ekki endilega mikinn þroska tli að vera að takast á við það sem felst í því að fá svona hjarta og allt þetta eftir áhuga. Þetta getur verið vandmeðfarið og það þarf ákveðinn þroska til. En þess fyrir utan þá er auðvelt að villa á sér heimildir þarna inni,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu.Vara við notkun Yellow Hrefna segir að umræða um þetta smáforrit hafi skotið upp kollinu í umræðum foreldra á samfélagsmiðlum þar sem þeir vara aðra við notkun þess „Það er ansi margt sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir og þá skjóta upp kollinum af og til einhver svona misjöfn smáforrit sem er alveg full ástæða til að vara fólk við.“ Áhyggjur foreldra og og skólastjórnenda lúta meðal annars að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við börn sem og að notkun á forriti sem þessu geti haft áhrif á andlega líðan barna. „Þetta er mikið áreiti og þetta hefur líka áhrif á sjálfsmyndina. Börn og unglingar eru auðvitað að móta sína sjálfsmynd og með því að gera það eru þau alltaf að horfa til annarra. Nú er hins vegar bara breytt landslag, við höfum þessa tækni. Það er mjög auðvelt nú orðið að bera sig saman við aðra. Þessi samanburður getur verið mjög erfiður af því hann er svo stöðugur og mikill. Það er þessi glansmynd sem er kynnt, auðvitað á samfélagsmiðlum og svo líka bara í fjölmiðlum, sem er verið að sækjast eftir og er voða erfitt að ná. Það er hamrað á þessu alla daga og þeim finnst þau þurfa að vera að eltast við þetta.“ Hrefna segir áríðandi að foreldrar fylgist með því sem börn sín eru að gera á neti þá sérstaklega í gegnum snjallsímana. „Það er hlutur foreldra að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að nota og hafa stjórn á því eins og hægt er. Og eins líka bara að sýna því áhuga hvað þau eru að gera til að geta kannski tekið þennan bolta. Það er alltaf betra að taka þetta í samtali og með samþykki. Þetta eru sömu atriði sem við erum að reyna að kenna börnum og unglingum og það er að fara vel með sínar persónuupplýsingar og taka ekki þátt í einhverju sem þau vita ekki hvað er. Eins að þau þurfa að gæta þess líka að það eru ekki alltaf allir þeir sem þeir segjast vera.“ Tengdar fréttir Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow sem hægt er að sækja í alla snjallsíma. Áhyggjurnar snúa að því að börn geta notað forritið til þess að kynnast öðrum börnum á svipaðan hátt og fullorðnir nota forritið Tinder. Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að áhyggjur vegna þessa nýja smáforrits hafi komið inn á borð samtakanna. „Sumir hafa lýst þessu svona eins og Tinder fyrir börn og unglinga og að það sé í rauninni auðvelt að villa á sér heimildir í þessu forriti. Fyrir utan það að krakkar hafa kannski ekki endilega mikinn þroska tli að vera að takast á við það sem felst í því að fá svona hjarta og allt þetta eftir áhuga. Þetta getur verið vandmeðfarið og það þarf ákveðinn þroska til. En þess fyrir utan þá er auðvelt að villa á sér heimildir þarna inni,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu.Vara við notkun Yellow Hrefna segir að umræða um þetta smáforrit hafi skotið upp kollinu í umræðum foreldra á samfélagsmiðlum þar sem þeir vara aðra við notkun þess „Það er ansi margt sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir og þá skjóta upp kollinum af og til einhver svona misjöfn smáforrit sem er alveg full ástæða til að vara fólk við.“ Áhyggjur foreldra og og skólastjórnenda lúta meðal annars að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við börn sem og að notkun á forriti sem þessu geti haft áhrif á andlega líðan barna. „Þetta er mikið áreiti og þetta hefur líka áhrif á sjálfsmyndina. Börn og unglingar eru auðvitað að móta sína sjálfsmynd og með því að gera það eru þau alltaf að horfa til annarra. Nú er hins vegar bara breytt landslag, við höfum þessa tækni. Það er mjög auðvelt nú orðið að bera sig saman við aðra. Þessi samanburður getur verið mjög erfiður af því hann er svo stöðugur og mikill. Það er þessi glansmynd sem er kynnt, auðvitað á samfélagsmiðlum og svo líka bara í fjölmiðlum, sem er verið að sækjast eftir og er voða erfitt að ná. Það er hamrað á þessu alla daga og þeim finnst þau þurfa að vera að eltast við þetta.“ Hrefna segir áríðandi að foreldrar fylgist með því sem börn sín eru að gera á neti þá sérstaklega í gegnum snjallsímana. „Það er hlutur foreldra að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að nota og hafa stjórn á því eins og hægt er. Og eins líka bara að sýna því áhuga hvað þau eru að gera til að geta kannski tekið þennan bolta. Það er alltaf betra að taka þetta í samtali og með samþykki. Þetta eru sömu atriði sem við erum að reyna að kenna börnum og unglingum og það er að fara vel með sínar persónuupplýsingar og taka ekki þátt í einhverju sem þau vita ekki hvað er. Eins að þau þurfa að gæta þess líka að það eru ekki alltaf allir þeir sem þeir segjast vera.“
Tengdar fréttir Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00