Segja auðvelt fyrir óprúttna aðila að villa á sér heimildir á samfélagsmiðlinum Yellow Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. janúar 2017 13:04 Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow Skjáskot Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow sem hægt er að sækja í alla snjallsíma. Áhyggjurnar snúa að því að börn geta notað forritið til þess að kynnast öðrum börnum á svipaðan hátt og fullorðnir nota forritið Tinder. Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að áhyggjur vegna þessa nýja smáforrits hafi komið inn á borð samtakanna. „Sumir hafa lýst þessu svona eins og Tinder fyrir börn og unglinga og að það sé í rauninni auðvelt að villa á sér heimildir í þessu forriti. Fyrir utan það að krakkar hafa kannski ekki endilega mikinn þroska tli að vera að takast á við það sem felst í því að fá svona hjarta og allt þetta eftir áhuga. Þetta getur verið vandmeðfarið og það þarf ákveðinn þroska til. En þess fyrir utan þá er auðvelt að villa á sér heimildir þarna inni,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu.Vara við notkun Yellow Hrefna segir að umræða um þetta smáforrit hafi skotið upp kollinu í umræðum foreldra á samfélagsmiðlum þar sem þeir vara aðra við notkun þess „Það er ansi margt sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir og þá skjóta upp kollinum af og til einhver svona misjöfn smáforrit sem er alveg full ástæða til að vara fólk við.“ Áhyggjur foreldra og og skólastjórnenda lúta meðal annars að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við börn sem og að notkun á forriti sem þessu geti haft áhrif á andlega líðan barna. „Þetta er mikið áreiti og þetta hefur líka áhrif á sjálfsmyndina. Börn og unglingar eru auðvitað að móta sína sjálfsmynd og með því að gera það eru þau alltaf að horfa til annarra. Nú er hins vegar bara breytt landslag, við höfum þessa tækni. Það er mjög auðvelt nú orðið að bera sig saman við aðra. Þessi samanburður getur verið mjög erfiður af því hann er svo stöðugur og mikill. Það er þessi glansmynd sem er kynnt, auðvitað á samfélagsmiðlum og svo líka bara í fjölmiðlum, sem er verið að sækjast eftir og er voða erfitt að ná. Það er hamrað á þessu alla daga og þeim finnst þau þurfa að vera að eltast við þetta.“ Hrefna segir áríðandi að foreldrar fylgist með því sem börn sín eru að gera á neti þá sérstaklega í gegnum snjallsímana. „Það er hlutur foreldra að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að nota og hafa stjórn á því eins og hægt er. Og eins líka bara að sýna því áhuga hvað þau eru að gera til að geta kannski tekið þennan bolta. Það er alltaf betra að taka þetta í samtali og með samþykki. Þetta eru sömu atriði sem við erum að reyna að kenna börnum og unglingum og það er að fara vel með sínar persónuupplýsingar og taka ekki þátt í einhverju sem þau vita ekki hvað er. Eins að þau þurfa að gæta þess líka að það eru ekki alltaf allir þeir sem þeir segjast vera.“ Tengdar fréttir Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Foreldrar og starfsfólk í grunnskólakerfinu hafa lýst áhyggjum af smáforritinu Yellow sem hægt er að sækja í alla snjallsíma. Áhyggjurnar snúa að því að börn geta notað forritið til þess að kynnast öðrum börnum á svipaðan hátt og fullorðnir nota forritið Tinder. Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að áhyggjur vegna þessa nýja smáforrits hafi komið inn á borð samtakanna. „Sumir hafa lýst þessu svona eins og Tinder fyrir börn og unglinga og að það sé í rauninni auðvelt að villa á sér heimildir í þessu forriti. Fyrir utan það að krakkar hafa kannski ekki endilega mikinn þroska tli að vera að takast á við það sem felst í því að fá svona hjarta og allt þetta eftir áhuga. Þetta getur verið vandmeðfarið og það þarf ákveðinn þroska til. En þess fyrir utan þá er auðvelt að villa á sér heimildir þarna inni,“ segir Hrefna í samtali við fréttastofu.Vara við notkun Yellow Hrefna segir að umræða um þetta smáforrit hafi skotið upp kollinu í umræðum foreldra á samfélagsmiðlum þar sem þeir vara aðra við notkun þess „Það er ansi margt sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir og þá skjóta upp kollinum af og til einhver svona misjöfn smáforrit sem er alveg full ástæða til að vara fólk við.“ Áhyggjur foreldra og og skólastjórnenda lúta meðal annars að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við börn sem og að notkun á forriti sem þessu geti haft áhrif á andlega líðan barna. „Þetta er mikið áreiti og þetta hefur líka áhrif á sjálfsmyndina. Börn og unglingar eru auðvitað að móta sína sjálfsmynd og með því að gera það eru þau alltaf að horfa til annarra. Nú er hins vegar bara breytt landslag, við höfum þessa tækni. Það er mjög auðvelt nú orðið að bera sig saman við aðra. Þessi samanburður getur verið mjög erfiður af því hann er svo stöðugur og mikill. Það er þessi glansmynd sem er kynnt, auðvitað á samfélagsmiðlum og svo líka bara í fjölmiðlum, sem er verið að sækjast eftir og er voða erfitt að ná. Það er hamrað á þessu alla daga og þeim finnst þau þurfa að vera að eltast við þetta.“ Hrefna segir áríðandi að foreldrar fylgist með því sem börn sín eru að gera á neti þá sérstaklega í gegnum snjallsímana. „Það er hlutur foreldra að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að nota og hafa stjórn á því eins og hægt er. Og eins líka bara að sýna því áhuga hvað þau eru að gera til að geta kannski tekið þennan bolta. Það er alltaf betra að taka þetta í samtali og með samþykki. Þetta eru sömu atriði sem við erum að reyna að kenna börnum og unglingum og það er að fara vel með sínar persónuupplýsingar og taka ekki þátt í einhverju sem þau vita ekki hvað er. Eins að þau þurfa að gæta þess líka að það eru ekki alltaf allir þeir sem þeir segjast vera.“
Tengdar fréttir Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Vara við „Tinder“ fyrir börn á Íslandi Áhyggjurnar lúta að því að óprúttnir aðilar geti nýtt sér þessa leið til að komast í samband við óhörðnuð börn. 14. janúar 2017 07:00