Skammaði Þorgerði á leiðinni úr ráðherrastóli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Jón Gunnarsson átelur vinnubrögð fyrrverandi ráðherra. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26