Skammaði Þorgerði á leiðinni úr ráðherrastóli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Jón Gunnarsson átelur vinnubrögð fyrrverandi ráðherra. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Jón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtti tækifærið á ríkisráðsfundi fráfarandi ríkisstjórnar á Bessastöðum í gær og gerði athugasemdir við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um stækkun friðunarsvæðis hvala í Faxaflóa. Jón telur vinnubrögð Þorgerðar við reglugerðarbreytinguna í vikunni hafa verið ámælisverð. Sonur Jóns er einn þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í málinu. Þorgerður vonar að ný ríkisstjórn gangi enn lengra. „Hún gerði þetta í skjóli myrkurs. Ég var að spyrja hana af hverju hún hafi ekki farið þá leið sem okkur er uppálagt samkvæmt vandaðri stjórnsýslu,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gagnrýnir að fyrir reglugerðarbreytinguna, sem var eitt síðasta verk Þorgerðar í ráðherrastóli þann 29. nóvember, hafi hagsmunaðilar ekki fengið að veita umsagnir og að engar málefnalegar forsendur hafi verið fyrir því að stækka friðunarsvæðið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir„Mér finnst þetta ámælisvert. Þessi reglugerð var gefin út án samráðs við hagsmunaaðila, án kynningar eða viðvarana til þeirra sem eiga afkomu sína undir. Þetta hefur varanleg áhrif á afkomu ákveðinna fyrirtækja. Svo geta menn reynt að gera það tortryggilegt að það er sonur minn sem rekur eitt þessara fyrirtækja. Það hefur ekkert með það að gera. Ég var byrjaður að berjast fyrir hvalveiðum áður en hann hafði lokið grunnskólanámi. Skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jón en sonur hans hefur um árabil stundað hrefnuveiðar. Jón segir rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á ferlum hvalaskoðunarskipa sýni að stækkunin muni ekki skipta þau fyrirtæki máli enda fari þau ekki einu sinni nærri þeim mörkum sem fyrir voru. Þorgerður Katrín segir hins vegar sjónarmið allra helstu aðila málsins hafa legið fyrir frá fyrri ákvörðunum um bæði stækkun og síðast minnkun friðunarsvæðisins. „Síðan þá er alveg skýrt hver eru sjónarmið Reykjavíkurborgar, hvalafriðunar, ferðaþjónustu og líka þeirra sem reka hrefnuveiðifyrirtækið og svo er það bara mín pólitíska ákvörðun að ákveða þetta. En þetta er afturkræf ákvörðun. Það hefur sýnt sig að hver ríkisstjórn getur ákveðið þetta.“ Þorgerður segist hafa gert sér grein fyrir því hver skoðun fyrirtækis sonar Jóns hafi verið á málinu, Jón hafi verið búinn að tjá henni hana. „Þetta er mín ákvörðun, ég stend við hana, þetta er táknrænt skref og ég tel að næsta skref sé einfaldlega að endurmeta og endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Ákvörðunin var tekin í síðustu viku en útlit er fyrir að ný ríkisstjórn taki við völdum á allra næstu dögum. 28. nóvember 2017 15:26