Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 15:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, breytti reglugerð um friðunarsvæði hvala í Faxaflóa í síðustu viku. Ný ríkisstjórn tekur að líkindum við völdum seinna í þessari viku. Vísir/Ernir Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira