Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum starfsstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 15:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, breytti reglugerð um friðunarsvæði hvala í Faxaflóa í síðustu viku. Ný ríkisstjórn tekur að líkindum við völdum seinna í þessari viku. Vísir/Ernir Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, um að stækka friðunarsvæðu hvala í Faxaflóa er í anda þess sem forverar hennar í embætti úr flokkum sem eru að mynda ný stjórn hafa áður gert. Þorgerður Katrín segir ákvörðun sína frekar hjálplega en hitt fyrir nýja ríkisstjórn. Ráðherrann skrifaði undir reglugerð um stækkun friðunarsvæðisins í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Þorgerður Katrín að útlínur svæðisins séu nú þær sömu og Steingrímur J. Sigfússon dró upp rétt áður en hann yfirgaf ráðuneytið árið 2013. Sigurður Ingi Jóhannsson minnkaði svæðið aftur þegar hann tók við ráðuneytinu. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að stækka friðunarsvæði hvala í Faxaflóa. Við erum ekki að fara þangað að banna hvalveiðar en friðunarsvæði hvala verði stækkað hér, meðal annars með tilliti til ferðaþjónustu og ýmissa annarra þátta,“ segir Þorgerður Katrín sem vísar meðal annars til óheppilegra árekstra veiða og ferðaþjónustu.Þarf aðeins pólitískan kjark ef menn vilja snúa ákvörðuninni viðAthygli vekur að ákvörðunin er tekin þegar ný ríkisstjórn er í þann veginn að taka við ráðuneytinu. Þorgerður Katrín vísar hins vegar til fordæmis sem forverar hennar hafi sett. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í annað sinn sem þetta er gert. Þetta er meðal annars gert vegna þess að þetta er afturkræft. Menn verða bara að hafa pólitískan kjark til að breyta þessu. Menn hafa gert það fram til þess,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir jafnframt að Viðreisn vinni nú að þingsályktunartillögu um endurmat á stefnu Íslands til hvalveiða. Í henni felist að hagsmunir sem tengjast veiðunum verði kortlagðir. Eins komi til greina að óska eftir sérstakri umræðu um hvalveiðar þegar nýtt þing kemur saman. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðherra tekur stóra ákvörðun rétt áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Einar Kr. Guðfinnsson, þá fráfarand ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sætti harðri gagnrýni fyrir að heimila veiðar á langreyðum rétt áður en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels